Sniðugar uppskriftir frá Sollu 9. ágúst 2014 09:00 Solla á Gló deilir með lesendum Vísis nokkrum sniðugum uppskriftum. Doppóttar lummur 2 dl spelt ½ dl tröllahafrar ½ dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. vanilla ½ tsk. kanill ¼ salt 2½ dl möndlumjólk eða hrísmjólk 2 msk. kókosolía eða önnur góð olía 2 msk. útbleytt chiafræ (¼ fræ, ¾ vatn) Hrærið öllu saman í skál eða í hrærivél, látið standa í 5-10 mín áður en byrjað er að baka. Ausið deiginu í litlum skömmtum á heita pönnu og steikið þar til gyllt á hvorri hlið. Vísir/Getty Grænkálssnakk Dressing: 2 dl kasjúhnetur 1½ dl vatn 2-3 msk. sítrónusafi 1 msk. næringarger 2 tsk. laukduft 1 stk. hvítlauksrif, pressað 2-3 döðlur smá biti ferskur chili piparSnakk: 300 g grænkál Setjið kasjúhneturnar í blandara, bætið vatninu út í og blandið í svona hálfa mínútu Bætið restinni af uppskriftinni í blandarann og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. Skolið og þerrið kálið, og rífið það af stönglinum (látið stöngulinn á safnhauginn eða geymið hann í græna djúsinn), tætið svo kálið niður í passlega bita. Veltið upp úr dressingu, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og þurrkið við 170°C + blástur þar til kálið er orðið brakandi þurrt. Vísir/Getty Möndlunúttella 2 bollar ristaðar möndlur (ristaðar í ofni við 175°C í 15 mín) 1½ msk. kakóduft 1½ msk. kókospálmasykur smá salt 1 msk. kókosolía ef þarf Byrjið á að setja möndlurnar í kraftmikinn blandara/matvinnsluvél og breytið þeim í smjör*. Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda. *Getur verið gott að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður með hliðunum. Þetta getur tekið allt að 10 mínútur. Má setja smá olíu (ólífuolíu eða aðra kaldpressaða góða) til að hjálpa til við að breyta möndlunum í „smjör“. Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Solla á Gló deilir með lesendum Vísis nokkrum sniðugum uppskriftum. Doppóttar lummur 2 dl spelt ½ dl tröllahafrar ½ dl möluð chiafræ (möluð í kryddkvörn) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. vanilla ½ tsk. kanill ¼ salt 2½ dl möndlumjólk eða hrísmjólk 2 msk. kókosolía eða önnur góð olía 2 msk. útbleytt chiafræ (¼ fræ, ¾ vatn) Hrærið öllu saman í skál eða í hrærivél, látið standa í 5-10 mín áður en byrjað er að baka. Ausið deiginu í litlum skömmtum á heita pönnu og steikið þar til gyllt á hvorri hlið. Vísir/Getty Grænkálssnakk Dressing: 2 dl kasjúhnetur 1½ dl vatn 2-3 msk. sítrónusafi 1 msk. næringarger 2 tsk. laukduft 1 stk. hvítlauksrif, pressað 2-3 döðlur smá biti ferskur chili piparSnakk: 300 g grænkál Setjið kasjúhneturnar í blandara, bætið vatninu út í og blandið í svona hálfa mínútu Bætið restinni af uppskriftinni í blandarann og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. Skolið og þerrið kálið, og rífið það af stönglinum (látið stöngulinn á safnhauginn eða geymið hann í græna djúsinn), tætið svo kálið niður í passlega bita. Veltið upp úr dressingu, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og þurrkið við 170°C + blástur þar til kálið er orðið brakandi þurrt. Vísir/Getty Möndlunúttella 2 bollar ristaðar möndlur (ristaðar í ofni við 175°C í 15 mín) 1½ msk. kakóduft 1½ msk. kókospálmasykur smá salt 1 msk. kókosolía ef þarf Byrjið á að setja möndlurnar í kraftmikinn blandara/matvinnsluvél og breytið þeim í smjör*. Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda. *Getur verið gott að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður með hliðunum. Þetta getur tekið allt að 10 mínútur. Má setja smá olíu (ólífuolíu eða aðra kaldpressaða góða) til að hjálpa til við að breyta möndlunum í „smjör“.
Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira