Þurfa að spila úrslitaleik bikarkeppninnar á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 06:00 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad. Vísir/Daníel „Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira