Kári Kristján: Óli nær vonandi að kreista meira úr mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2014 07:00 Kári með Ingibjörgu Ragnarsdóttur, nuddara landsliðsins, til margra ára. fréttablaðið/daníel Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, gerði í gær eins árs samning við Val og mun því spila með liðinu í Olísdeild karla næsta vetur. Hann snýr nú aftur heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi og Danmörku en þar áður lék hann með Haukum og uppeldisfélaginu ÍBV. Í fyrstu stóð til að hann myndi snúa aftur til Eyjamanna en eins og ítarlega var fjallað um á sínum tíma fóru viðræður þeirra út í veður og vind. Kári Kristján segist því afar sáttur við þessi málalok. „Leiðir okkar Valsmanna lágu saman eftir allt sem á undan gekk og var ákveðið að við myndum taka okkur nægan tíma til að ræða hlutina. Lendingin var að lokum afar farsæl,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann segist spenntur fyrir því að starfa með Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi félaga sínum í íslenska landsliðinu. „Það var mjög stór hluti af ákvörðun minni – að spila undir hans stjórn. Hann kemur með nýjar víddir í þjálfun og nú er að sjá hvort að honum takist að kreista enn meira úr mér en ég hef áður sýnt. Þess utan er Valsliðið ungt og spennandi. Ég á því von á afar spennandi vetri með Val,“ segir Kári Kristján. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Greindist aftur með æxli í bakinu Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson varð fyrir gríðarlegu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. 6. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Kári Kristján til Vals Línumaðurinn öflugi spilar í rauðu á næsta tímabili. 27. júlí 2014 17:39 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, gerði í gær eins árs samning við Val og mun því spila með liðinu í Olísdeild karla næsta vetur. Hann snýr nú aftur heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi og Danmörku en þar áður lék hann með Haukum og uppeldisfélaginu ÍBV. Í fyrstu stóð til að hann myndi snúa aftur til Eyjamanna en eins og ítarlega var fjallað um á sínum tíma fóru viðræður þeirra út í veður og vind. Kári Kristján segist því afar sáttur við þessi málalok. „Leiðir okkar Valsmanna lágu saman eftir allt sem á undan gekk og var ákveðið að við myndum taka okkur nægan tíma til að ræða hlutina. Lendingin var að lokum afar farsæl,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann segist spenntur fyrir því að starfa með Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi félaga sínum í íslenska landsliðinu. „Það var mjög stór hluti af ákvörðun minni – að spila undir hans stjórn. Hann kemur með nýjar víddir í þjálfun og nú er að sjá hvort að honum takist að kreista enn meira úr mér en ég hef áður sýnt. Þess utan er Valsliðið ungt og spennandi. Ég á því von á afar spennandi vetri með Val,“ segir Kári Kristján.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Greindist aftur með æxli í bakinu Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson varð fyrir gríðarlegu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. 6. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Kári Kristján til Vals Línumaðurinn öflugi spilar í rauðu á næsta tímabili. 27. júlí 2014 17:39 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Greindist aftur með æxli í bakinu Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson varð fyrir gríðarlegu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. 6. júní 2014 07:00
Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00