Tónlist

Sest í Skálmaldartrommustólinn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari og trommusmiður
Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari og trommusmiður Vísir/Stefán
Jón Geir Jóhannsson þarf að leggja trommukjuðana á hilluna tímabundið vegna axlarmeiðsla og þarf að gangast undir aðgerð á næstunni. Meiðslin valda því að Jón Geir getur ekki leikið með hljómsveit sinni, Skálmöld, næstu vikur eða mánuði og missir hann þar með af tónleikum sveitarinnar á Eistnaflugi og á Þjóðhátíð.

Skálmöld hefur þó fengið mann að nafni Kristján Heiðarsson til þess að leysa Jón Geir af á meðan hann jafnar sig. Kristján er vel þekktur innan tónlistarbransans og hefur leikið með sveitum á borð við Changer, Dark Harvest og nú síðast Nykur.

Skálmöld æfir nú af kappi og ganga æfingarnar mjög vel að sögn bassaleikara sveitarinnar, Snæbjörns Ragnarssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×