Tónlist

Syngur djass í fyrsta sinn á sviði

Jógvan Hansen bregður sér í líki Franks Sinatra í kvöld á Café Rosenberg.
Jógvan Hansen bregður sér í líki Franks Sinatra í kvöld á Café Rosenberg. Mynd/Ólöf Erla
„Ég er mikill aðdáandi Franks Sinatra og hef hlustað á hann síðan ég var ellefu ára gamall,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen en hann syngur helstu lög Franks Sinatra á tónleikum í kvöld.

Jógvan segir þessa tegund tónlistar þó vera erfiðari viðureignar en hann bjóst við. „Þetta tekur á en við höfum æft af kappi fyrir tónleikana og þær hafa gengið mjög vel. Ég nýt þess að syngja þessi lög, þetta er svo falleg músík.“

Með Jógvan koma fram djasskanónur miklar en Agnar Már Magnússon leikur á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Sigurður Flosason á saxófón.

Tónleikarnir fara fram á Café Rosenberg og hefjast klukkan 22.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×