Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2014 06:30 íris Dögg Gunnarsdóttir hélt hreinu fjórða leikinn í röð á móti Val. vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00