Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Andri Ólafsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Samherji vill meina að Ingveldur hafi brotið lög með að heimila húsleit hjá Samherja, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira