Tónlist

Strunsaði burt af sviðinu

Eric Clapton vill hafa hljóðkerfið í lagi.
Eric Clapton vill hafa hljóðkerfið í lagi. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Eric Clapton strunsaði af sviðinu í miðju lagi þegar hann kom fram á tónleikum í Glasgow um helgina. Ástæðan fyrir strunsi Clapton ku vera sú að tæknin hafi verið að stríða honum á tónleikunum.

Í miðlum erlendis er sagt frá að Clapton hafi verið í miðju lagi, nánar tiltekið laginu Cocaine, þegar hann yfirgaf sviðið.

Áhorfendur voru mjög reiðir og sárir út í gítargoðsögnina en Clapton sendi frá sér afsökunarbeiðni á samskiptamiðlum fljótlega eftir tónleikana. Þar tjáði hann sig meðal annars um að hljóðkerfið hefði brugðist og að tæknilegar erfiðleikar hefðu valdið því að ekki hefði verið hægt að klára tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×