Kýs stórborgina fram yfir krummaskuðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 06:00 Viðar Örn raðar inn mörkum í Noregi. Mynd/Vålerenga „Það er þrjátíu stiga hiti og sól og ég er einfaldlega að kafna úr hita, ég þarf eiginlega að halda mér inni vegna hita,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Viðar Örn hefur farið á kostum í liði Vålerenga á sínu fyrsta tímabili með liðinu. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að það gangi vel, maður stefndi alltaf að því að það myndi ganga vel en þetta er vonum framar. Hefði ég verið kominn með sex mörk í tólf leikjum væri ég fjandi sáttur en þetta er bara búið að vera mun betra en ég gat ímyndað mér og eiginlega eins gott og þetta verður,“ sagði Viðar, sem hefur skorað 19 mörk í 15 leikjum í öllum keppnum. „Þegar þeir fengu mig hingað höfðu þeir gríðarlega trú á mér. Þjálfarinn gerði mig að aðalskotmarki sínu. Þeir voru gríðarlega þakklátir fyrir að ég beið eftir þeim og að ég valdi Vålerenga. Ég sé ekki eftir því, það hafa allir trú á mér hérna sem hjálpar gríðarlega upp á sjálfstraustið. Það er oft þannig að þegar maður fer í sterkari deild tekur oft tíma að aðlagast nýrri deild og nýjum aðstæðum. Ég var mjög heppinn. Ég náði að setja tvö mörk í öðrum leik sem setti örlítið tóninn fyrir það sem koma skyldi og hef ekki stoppað síðan þá.“Viðar Örn fór á kostum með Fylki síðasta sumar.Vísir/ValliStutt á milli Aðeins fjögur ár eru frá því að Viðar lék í fyrstu deildinni með Selfoss á Íslandi, nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. „Á Íslandi þarftu að skora mörg mörk til þess að komast út en þú byrjar alltaf aftur á byrjunarreit. Norðmenn líta svolítið niður á íslensku deildina þótt mér finnist hún vera sterk,“ sagði Viðar sem telur að það hafi gert honum gott að fara ekki út fyrr en raun bar vitni. „Ég þroskaðist gríðarlega sem leikmaður eftir tvítugt og þótt það hafi tekið tíma er ég einfaldlega meira tilbúinn núna. Ég lagði gríðarlega mikið á mig til að þetta yrði að veruleika og ég mun ekki slaka á, ég ætla mér að ná lengra,“ sagði Viðar en aðeins fjögur ár eru frá því að hann spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss. „Ég þurfti að taka skref aftur á bak eftir að ég sleit krossband. Ég spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss til að komast aftur á sporið. Maður var ekki allt of bjartsýnn á framhaldið þá en ég tók eitt skref í einu.“ Viðar skaust fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu á síðasta tímabili þegar hann var markahæstur í Pepsi-deildinni en fékk silfurskóinn þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði jafn mörg mörk en spilaði minna. „Tímabilið í fyrra er það sem kemur mér út í atvinnumennsku í raun og veru. Ég var búinn að eiga ágæt tímabil en aldrei búinn að ná að springa út og vera meðal þeirra bestu í deildinni. Ég átti frábært tímabil í fyrra og það hjálpaði mér gríðarlega mikið þegar ég kom út.“Áhugi fjölmiðla á Viðari ytra er mikill.Mynd/VålerengaÁhugi eykst Framtíðin er óviss, Viðari líður vel í Ósló en hugurinn leitar lengra. „Maður fær auðvitað töluverða athygli þegar vel gengur og það er gaman að því. Svo er gott að félagið er í stórborg en ekki einhverju krummaskuði úti á landi – það er allt hérna nálægt sem maður þarf. Ég gat ekki valið betri klúbb til að byrja atvinnumannaferilinn.“ Gott gengi Viðars hefur ekki farið fram hjá öðrum liðum. Í gær voru útsendarar mættir í stúkuna til þess að fylgjast með Viðari. „Ég heyrði að einhver úrvalsdeildarlið hefðu verið að fylgjast með mér en ég reyni að láta umboðsmanninn minn sjá um þessi mál. Ég er ekkert að æsa mig of mikið með einhverjum sögusögnum. Eins og hann orðaði það þá eru lið að fylgjast með mér, þau eru nokkur, en við ætlum ekki að pæla neitt meira í þessu nema eitthvað komi upp á borðið. Ég reyni að hugsa bara um einn leik í einu og gera eins vel og ég get fyrir liðið, það er eina sem ég get hugsað um,“ sagði Viðar hógvær. „Það væri auðvitað gaman að fara í sterkari deild en þetta er líka spurning um tímasetningu, hvenær er rétt að taka næsta skref. Að fara í allt of stórt lið þegar ég er ekki tilbúinn gæti einfaldlega rústað ferlinum en það gæti líka verið frábært skref. Maður verður að velja vandlega næsta skref.“Viðar Örn hefur skorað nítján mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu til þessa í Noregivísir/vilhelmFyrsti landsleikurinn í sex ár Viðar spilaði sinn fyrsta leik fyrir landslið Íslands á dögunum en sex ár eru síðan hann lék síðast með yngri landsliðum Íslands. „Þetta var auðvitað þvílíkur heiður að vera valinn í svona sterkt landslið. Hópurinn er mun sterkari en hann var fyrir nokkrum árum.Ég pældi ekkert í þessu, markmiðið var bara að standa sig vel og sjá hvort kallið kæmi. Þegar það kom var ég auðvitað stoltur og mér fannst ég komast ágætlega út úr því verkefni,“ sagði Viðar. „Heimir og Lars óskuðu mér góðs gengis og hvöttu mig áfram. Ef þú stendur þig vel í Noregi eru meiri líkur á að þú fáir kallið næst og ég reyni bara að gera mitt besta til þess. Ég er bara gríðarlega stoltur yfir að hafa fengið að leika fyrir Íslands hönd og vonandi fæ ég tækifæri að spila fleiri leiki fyrir Ísland,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
„Það er þrjátíu stiga hiti og sól og ég er einfaldlega að kafna úr hita, ég þarf eiginlega að halda mér inni vegna hita,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Viðar Örn hefur farið á kostum í liði Vålerenga á sínu fyrsta tímabili með liðinu. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að það gangi vel, maður stefndi alltaf að því að það myndi ganga vel en þetta er vonum framar. Hefði ég verið kominn með sex mörk í tólf leikjum væri ég fjandi sáttur en þetta er bara búið að vera mun betra en ég gat ímyndað mér og eiginlega eins gott og þetta verður,“ sagði Viðar, sem hefur skorað 19 mörk í 15 leikjum í öllum keppnum. „Þegar þeir fengu mig hingað höfðu þeir gríðarlega trú á mér. Þjálfarinn gerði mig að aðalskotmarki sínu. Þeir voru gríðarlega þakklátir fyrir að ég beið eftir þeim og að ég valdi Vålerenga. Ég sé ekki eftir því, það hafa allir trú á mér hérna sem hjálpar gríðarlega upp á sjálfstraustið. Það er oft þannig að þegar maður fer í sterkari deild tekur oft tíma að aðlagast nýrri deild og nýjum aðstæðum. Ég var mjög heppinn. Ég náði að setja tvö mörk í öðrum leik sem setti örlítið tóninn fyrir það sem koma skyldi og hef ekki stoppað síðan þá.“Viðar Örn fór á kostum með Fylki síðasta sumar.Vísir/ValliStutt á milli Aðeins fjögur ár eru frá því að Viðar lék í fyrstu deildinni með Selfoss á Íslandi, nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. „Á Íslandi þarftu að skora mörg mörk til þess að komast út en þú byrjar alltaf aftur á byrjunarreit. Norðmenn líta svolítið niður á íslensku deildina þótt mér finnist hún vera sterk,“ sagði Viðar sem telur að það hafi gert honum gott að fara ekki út fyrr en raun bar vitni. „Ég þroskaðist gríðarlega sem leikmaður eftir tvítugt og þótt það hafi tekið tíma er ég einfaldlega meira tilbúinn núna. Ég lagði gríðarlega mikið á mig til að þetta yrði að veruleika og ég mun ekki slaka á, ég ætla mér að ná lengra,“ sagði Viðar en aðeins fjögur ár eru frá því að hann spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss. „Ég þurfti að taka skref aftur á bak eftir að ég sleit krossband. Ég spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss til að komast aftur á sporið. Maður var ekki allt of bjartsýnn á framhaldið þá en ég tók eitt skref í einu.“ Viðar skaust fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu á síðasta tímabili þegar hann var markahæstur í Pepsi-deildinni en fékk silfurskóinn þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði jafn mörg mörk en spilaði minna. „Tímabilið í fyrra er það sem kemur mér út í atvinnumennsku í raun og veru. Ég var búinn að eiga ágæt tímabil en aldrei búinn að ná að springa út og vera meðal þeirra bestu í deildinni. Ég átti frábært tímabil í fyrra og það hjálpaði mér gríðarlega mikið þegar ég kom út.“Áhugi fjölmiðla á Viðari ytra er mikill.Mynd/VålerengaÁhugi eykst Framtíðin er óviss, Viðari líður vel í Ósló en hugurinn leitar lengra. „Maður fær auðvitað töluverða athygli þegar vel gengur og það er gaman að því. Svo er gott að félagið er í stórborg en ekki einhverju krummaskuði úti á landi – það er allt hérna nálægt sem maður þarf. Ég gat ekki valið betri klúbb til að byrja atvinnumannaferilinn.“ Gott gengi Viðars hefur ekki farið fram hjá öðrum liðum. Í gær voru útsendarar mættir í stúkuna til þess að fylgjast með Viðari. „Ég heyrði að einhver úrvalsdeildarlið hefðu verið að fylgjast með mér en ég reyni að láta umboðsmanninn minn sjá um þessi mál. Ég er ekkert að æsa mig of mikið með einhverjum sögusögnum. Eins og hann orðaði það þá eru lið að fylgjast með mér, þau eru nokkur, en við ætlum ekki að pæla neitt meira í þessu nema eitthvað komi upp á borðið. Ég reyni að hugsa bara um einn leik í einu og gera eins vel og ég get fyrir liðið, það er eina sem ég get hugsað um,“ sagði Viðar hógvær. „Það væri auðvitað gaman að fara í sterkari deild en þetta er líka spurning um tímasetningu, hvenær er rétt að taka næsta skref. Að fara í allt of stórt lið þegar ég er ekki tilbúinn gæti einfaldlega rústað ferlinum en það gæti líka verið frábært skref. Maður verður að velja vandlega næsta skref.“Viðar Örn hefur skorað nítján mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu til þessa í Noregivísir/vilhelmFyrsti landsleikurinn í sex ár Viðar spilaði sinn fyrsta leik fyrir landslið Íslands á dögunum en sex ár eru síðan hann lék síðast með yngri landsliðum Íslands. „Þetta var auðvitað þvílíkur heiður að vera valinn í svona sterkt landslið. Hópurinn er mun sterkari en hann var fyrir nokkrum árum.Ég pældi ekkert í þessu, markmiðið var bara að standa sig vel og sjá hvort kallið kæmi. Þegar það kom var ég auðvitað stoltur og mér fannst ég komast ágætlega út úr því verkefni,“ sagði Viðar. „Heimir og Lars óskuðu mér góðs gengis og hvöttu mig áfram. Ef þú stendur þig vel í Noregi eru meiri líkur á að þú fáir kallið næst og ég reyni bara að gera mitt besta til þess. Ég er bara gríðarlega stoltur yfir að hafa fengið að leika fyrir Íslands hönd og vonandi fæ ég tækifæri að spila fleiri leiki fyrir Ísland,“ sagði Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn