Svalandi drykkir í steikjandi hita - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:30 Sannkallaðri bongóblíðu er spáð á landinu um helgina og því tilvalið að töfra fram svalandi og sumarlega drykki í veðurblíðunni.Kampavíns-mojito4-5 mintulauf½ dl vodki½ dl greipaldinsafi1 msk. agavesírópSafi úr ½ súraldini1 dl kampavín eða freyðivín Setjið vodka, greipaldinsafa, agavesíróp og súraldinsafa í hátt glas. Merjið mintu í mortéli og blandið við drykkinn. Fyllið glasið með ísmolum og hellið kampavíninu saman við. Hrærið saman og berið fram. Hægt er að margfalda uppskriftina og gera heila könnu af þessum svalandi drykk. Þá er öllum hráefnunum blandað saman í könnuna nema ísnum og kampavíninu sem er bætt við í hvert glas fyrir sig. Fengið hér.Bláberja-„smoothie“1 lárpera, skorin í teninga2 bollar frosin bláber½ bolli bláberjajógúrt eða skyr1-2 bollar mjólk eða vatn½ bolli ísmolar1/8 tsk. vanilludropar eða -sykurAgavesíróp til að gera drykkinn sætari ef vill Blandið 1 bolla af mjólk saman við öll hin hráefnin í blandara þangað til allt er blandað vel saman. Bætið mjólk við þangað til drykkurinn er orðinn eins þykkur og þið viljið. Fengið hér.Jarðarberja- og kívílímonaði4 bollar vatn2/3 bolli ferskur sítrónusafi½ bolli sykur1 bolli jarðarber, skorin í bita½ bolli kíví, án hýðis og skorið í bita Blandið vatni, sítrónusafa og sykri vel saman í blandara. Bætið jarðarberjum og kíví saman við þangað til allt er blandað. Hægt er að sigta blönduna til að losna við ávaxtakjötið. Kælið og berið fram. Fengið hér. Drykkir Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun
Sannkallaðri bongóblíðu er spáð á landinu um helgina og því tilvalið að töfra fram svalandi og sumarlega drykki í veðurblíðunni.Kampavíns-mojito4-5 mintulauf½ dl vodki½ dl greipaldinsafi1 msk. agavesírópSafi úr ½ súraldini1 dl kampavín eða freyðivín Setjið vodka, greipaldinsafa, agavesíróp og súraldinsafa í hátt glas. Merjið mintu í mortéli og blandið við drykkinn. Fyllið glasið með ísmolum og hellið kampavíninu saman við. Hrærið saman og berið fram. Hægt er að margfalda uppskriftina og gera heila könnu af þessum svalandi drykk. Þá er öllum hráefnunum blandað saman í könnuna nema ísnum og kampavíninu sem er bætt við í hvert glas fyrir sig. Fengið hér.Bláberja-„smoothie“1 lárpera, skorin í teninga2 bollar frosin bláber½ bolli bláberjajógúrt eða skyr1-2 bollar mjólk eða vatn½ bolli ísmolar1/8 tsk. vanilludropar eða -sykurAgavesíróp til að gera drykkinn sætari ef vill Blandið 1 bolla af mjólk saman við öll hin hráefnin í blandara þangað til allt er blandað vel saman. Bætið mjólk við þangað til drykkurinn er orðinn eins þykkur og þið viljið. Fengið hér.Jarðarberja- og kívílímonaði4 bollar vatn2/3 bolli ferskur sítrónusafi½ bolli sykur1 bolli jarðarber, skorin í bita½ bolli kíví, án hýðis og skorið í bita Blandið vatni, sítrónusafa og sykri vel saman í blandara. Bætið jarðarberjum og kíví saman við þangað til allt er blandað. Hægt er að sigta blönduna til að losna við ávaxtakjötið. Kælið og berið fram. Fengið hér.
Drykkir Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun