Alþjóðleg tónlistarakademía í Hörpu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. júní 2014 11:00 Hinn kóreski In Mo Yang, 18 ára verðlaunahafi í Menuhin-fiðlukeppninni, leikur einleik á opnunartónleikunum í Norðurljósum. Alþjóðlega tónlistarakademían Harpa International Music Academy er alþjóðlegt sumarnámskeið sem haldið verður í annað sinn í Hörpu dagana 7. til 17. júní næstkomandi. Námskeiðið stendur í 11 daga og lýkur með hátíðartónleikum í Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á námskeiðinu verður kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó og hefur akademían fengið til liðs við sig framúrskarandi leiðbeinendur víðs vegar að. Áhersla verður lögð á kammertónlist auk einkatíma, masterklassa og hljómsveitar. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar stökkpall fyrir framúrskarandi tónlistarnemendur sem eru að hasla sér völl á tónleikasviðinu,“ segir Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. „Hingað koma 54 tónlistarnemendur frá átta löndum og fjörutíu íslenskir nemendur taka einnig þátt. Þau spila saman, æfa saman og mynda tengsl sín á milli, sem kemur þeim öllum til góða bæði í núinu og til lengri tíma.“ Opnunartónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu verða mánudaginn 9. júní klukkan 17 í Norðurljósum. Þar leikur hinn kóreski In Mo Yang, 18 ára verðlaunahafi í Menuhin-fiðlukeppninni sem haldin var í Texas í mars síðastliðnum, þekkt einleiksverk fyrir fiðlu. Meðleikari er Richard Simm. Þrír ungir einleikarar frá Noregi munu einnig koma fram á opnunartónleikunum 9. júní Þetta eru víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad, sigurvegari Eurovision Young Musician 2012, fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shimano Welde, sem keppir í sömu keppni fyrir hönd Noregs um þessar mundir, og Sandra Lied Haga, sellóleikari sem einnig hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. Á tónleikunum 16. júní leika síðan norsku ungmennin einleik hvert fyrir sig og á hátíðartónleikunum, þann 17. júní, leika ýmsir þátttakendur akademíunnar hátíðartónlist. Eurovision Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían Harpa International Music Academy er alþjóðlegt sumarnámskeið sem haldið verður í annað sinn í Hörpu dagana 7. til 17. júní næstkomandi. Námskeiðið stendur í 11 daga og lýkur með hátíðartónleikum í Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á námskeiðinu verður kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó og hefur akademían fengið til liðs við sig framúrskarandi leiðbeinendur víðs vegar að. Áhersla verður lögð á kammertónlist auk einkatíma, masterklassa og hljómsveitar. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar stökkpall fyrir framúrskarandi tónlistarnemendur sem eru að hasla sér völl á tónleikasviðinu,“ segir Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. „Hingað koma 54 tónlistarnemendur frá átta löndum og fjörutíu íslenskir nemendur taka einnig þátt. Þau spila saman, æfa saman og mynda tengsl sín á milli, sem kemur þeim öllum til góða bæði í núinu og til lengri tíma.“ Opnunartónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu verða mánudaginn 9. júní klukkan 17 í Norðurljósum. Þar leikur hinn kóreski In Mo Yang, 18 ára verðlaunahafi í Menuhin-fiðlukeppninni sem haldin var í Texas í mars síðastliðnum, þekkt einleiksverk fyrir fiðlu. Meðleikari er Richard Simm. Þrír ungir einleikarar frá Noregi munu einnig koma fram á opnunartónleikunum 9. júní Þetta eru víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad, sigurvegari Eurovision Young Musician 2012, fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shimano Welde, sem keppir í sömu keppni fyrir hönd Noregs um þessar mundir, og Sandra Lied Haga, sellóleikari sem einnig hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. Á tónleikunum 16. júní leika síðan norsku ungmennin einleik hvert fyrir sig og á hátíðartónleikunum, þann 17. júní, leika ýmsir þátttakendur akademíunnar hátíðartónlist.
Eurovision Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira