Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2014 07:15 Samið var við Nýherja fyrir á annað hundrað milljóna króna án útboðs á kjörtímabilinu 2006 til 2010. Fréttablaðið/Sigurjón Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira