Heimsmeistarinn borðar ekkert duft bara matinn hjá mömmu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2014 08:30 Fanney Hauksdóttir sést hér í World Class á Seltjarnarnesi þar sem hún eyðir miklum tíma í æfingar. Vísir/Daníel Gróttustelpan Fanney Hauksdóttir vann sannfærandi sigur í bekkpressukeppninni á HM unglinga á dögunum þegar hún lyfti 135 kílóum. „Þetta eru miklar þyngdir og það liggur mikil æfing að baki að ná þessu upp. Það er talað um að það sé gott ef maður tekur rúmlega helming af líkamsþyngd í bekkpressu því ég held að það sé viðmiðið þegar þú mætir í ræktina. Ég er komin í rúmlega tvöfalda líkamsþyngd,“ segir Fanney Hauksdóttir hlæjandi en hún keppir í 63 kg flokki. Fanney er hvergi nærri hætt. „Núna náði ég 135 kg og heimsmetið er 145 kg þannig að næst á dagskrá er bara að reyna að slá það. Það væri geðveikt að vera bæði heimsmeistari og heimsmethafi,“ segir Fanney kát. Hún hefur notið fyrstu daganna sem heimsmeistari.Lét plata sig út í kraftlyftingar „Það gekk allt upp og ég trúi þessu varla sjálf. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma þá voru margir fjölskyldumeðlimirnir sem hugsuðu þetta sem íþrótt fyrir stóra karlmenn. Það er alls ekki þannig því það geta allir verið í lyftingum,“ segir Fanney. En af hverju kraftlyftingar? „Ég var upphaflega í fimleikum en svo hætti ég þar og leiddist einhvern veginn út í kraftlyftingarnar eftir það. Það eiginlega bara gerðist. Ég var alltaf í ræktinni og svo náði einn einkaþjálfari í World Class að plata mig á eitt bekkpressumót . Ég ætlaði ekki að fara fyrst því mér fannst það alveg fáránlegt en svo náði hann að plata mig. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég er mikil keppnismanneskja og finnst gaman að keppa. Það er alltaf gaman að vinna að einhverju markmiði og sjá framfarir,“ segir Fanney af eldmóði en hvað segja strákarnir þegar hún rífur þessar miklu þyngdir upp? „Þeir taka þessu misvel. Sumum finnst þetta vera töff en öðrum alveg fáránlegt. Sumir vinir mínir biðja mig um að koma ekki í bekkpressuna í World Class þegar þeir eru að taka bekkpressuna. Þeim finnst það ekki skemmtilegt,“ segir Fanney hlæjandi og fleiri þola ekki samkeppnina. „Kærastinn minn er hættur að taka bekkpressu. Hann er í fótbolta og lagði bara ræktina á hilluna og mætir bara á fótboltaæfingar. Ég held að hann hafi bara séð það að það þýðir ekkert fyrir hann að vera í einhverri keppni,“ segir Fanney létt.Systir hennar er Evrópumeistari Hún er af mikilli íþróttaætt. Báðir foreldrarnir voru í handbolta og pabbi hennar, Haukur Geirmundsson, í landsliðinu. Systir hennar, Harpa Snædís Hauksdóttir, varð Evrópumeistari í hópfimleikum og litli bróðir hennar, Vilhjálmur Geir Hauksson, er búinn að vera í öllum yngri landsliðunum í handbolta. „Við vorum svolítið alin upp í íþróttum og ég er með stórt stuðningslið hérna heima,“ segir Fanney en pabbi hennar fylgir henni á öll mót. Fanney treystir á íslenskan mat og vill ekki sjá fæðubótarefni.Borðar ekki „duft“ „Ég borða bara venjulegan heimilismat og er ekki með sérfæði eða slíkt. Ég borða bara það sem mamma eldar og maturinn hjá mömmum er alltaf bestur. Það eru rosalega margir sem búast við því að þegar maður er í lyftingum þá sé maður að borða fæðubótarefni. Ég borða ekki duft, það er „prinsip“ hjá mér. Ég er ekki að fá mér einhverja próteinsheika eða svoleiðis. Ég fæ oft spurningar um hvaða prótein ég sé að taka en mér finnst óþægilegt að borða eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er í,“ segir Fanney, en hvað var heimsmeistaramáltíðin? „Síðasta máltíðin fyrir heimsmeistaratitilinn var kjúklingur með pestó og brokkólí. Ég veit ekki hvort ég borða þetta aftur næst því ég borðaði svolítið mikið af þessu þannig að ég veit ekki hvort ég geti sett kjúkling með pestó aftur ofan í mig,“ segir Fanney að lokum. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Gróttustelpan Fanney Hauksdóttir vann sannfærandi sigur í bekkpressukeppninni á HM unglinga á dögunum þegar hún lyfti 135 kílóum. „Þetta eru miklar þyngdir og það liggur mikil æfing að baki að ná þessu upp. Það er talað um að það sé gott ef maður tekur rúmlega helming af líkamsþyngd í bekkpressu því ég held að það sé viðmiðið þegar þú mætir í ræktina. Ég er komin í rúmlega tvöfalda líkamsþyngd,“ segir Fanney Hauksdóttir hlæjandi en hún keppir í 63 kg flokki. Fanney er hvergi nærri hætt. „Núna náði ég 135 kg og heimsmetið er 145 kg þannig að næst á dagskrá er bara að reyna að slá það. Það væri geðveikt að vera bæði heimsmeistari og heimsmethafi,“ segir Fanney kát. Hún hefur notið fyrstu daganna sem heimsmeistari.Lét plata sig út í kraftlyftingar „Það gekk allt upp og ég trúi þessu varla sjálf. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma þá voru margir fjölskyldumeðlimirnir sem hugsuðu þetta sem íþrótt fyrir stóra karlmenn. Það er alls ekki þannig því það geta allir verið í lyftingum,“ segir Fanney. En af hverju kraftlyftingar? „Ég var upphaflega í fimleikum en svo hætti ég þar og leiddist einhvern veginn út í kraftlyftingarnar eftir það. Það eiginlega bara gerðist. Ég var alltaf í ræktinni og svo náði einn einkaþjálfari í World Class að plata mig á eitt bekkpressumót . Ég ætlaði ekki að fara fyrst því mér fannst það alveg fáránlegt en svo náði hann að plata mig. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég er mikil keppnismanneskja og finnst gaman að keppa. Það er alltaf gaman að vinna að einhverju markmiði og sjá framfarir,“ segir Fanney af eldmóði en hvað segja strákarnir þegar hún rífur þessar miklu þyngdir upp? „Þeir taka þessu misvel. Sumum finnst þetta vera töff en öðrum alveg fáránlegt. Sumir vinir mínir biðja mig um að koma ekki í bekkpressuna í World Class þegar þeir eru að taka bekkpressuna. Þeim finnst það ekki skemmtilegt,“ segir Fanney hlæjandi og fleiri þola ekki samkeppnina. „Kærastinn minn er hættur að taka bekkpressu. Hann er í fótbolta og lagði bara ræktina á hilluna og mætir bara á fótboltaæfingar. Ég held að hann hafi bara séð það að það þýðir ekkert fyrir hann að vera í einhverri keppni,“ segir Fanney létt.Systir hennar er Evrópumeistari Hún er af mikilli íþróttaætt. Báðir foreldrarnir voru í handbolta og pabbi hennar, Haukur Geirmundsson, í landsliðinu. Systir hennar, Harpa Snædís Hauksdóttir, varð Evrópumeistari í hópfimleikum og litli bróðir hennar, Vilhjálmur Geir Hauksson, er búinn að vera í öllum yngri landsliðunum í handbolta. „Við vorum svolítið alin upp í íþróttum og ég er með stórt stuðningslið hérna heima,“ segir Fanney en pabbi hennar fylgir henni á öll mót. Fanney treystir á íslenskan mat og vill ekki sjá fæðubótarefni.Borðar ekki „duft“ „Ég borða bara venjulegan heimilismat og er ekki með sérfæði eða slíkt. Ég borða bara það sem mamma eldar og maturinn hjá mömmum er alltaf bestur. Það eru rosalega margir sem búast við því að þegar maður er í lyftingum þá sé maður að borða fæðubótarefni. Ég borða ekki duft, það er „prinsip“ hjá mér. Ég er ekki að fá mér einhverja próteinsheika eða svoleiðis. Ég fæ oft spurningar um hvaða prótein ég sé að taka en mér finnst óþægilegt að borða eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er í,“ segir Fanney, en hvað var heimsmeistaramáltíðin? „Síðasta máltíðin fyrir heimsmeistaratitilinn var kjúklingur með pestó og brokkólí. Ég veit ekki hvort ég borða þetta aftur næst því ég borðaði svolítið mikið af þessu þannig að ég veit ekki hvort ég geti sett kjúkling með pestó aftur ofan í mig,“ segir Fanney að lokum.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti