Hjördís Svan afplánar í íslensku fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Hjördís Svan hefur sótt um að fá að afplána fangelsisdóm sinn á Íslandi og mun þá að öllum líkindum afplána hann í Kvennafangelsinu í Kópavogi. vísir/gva Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra. Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30