Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2014 08:00 Agnar Smári Jónsson faðmar hér að ofan félaga sinn í Eyjaliðinu eftir að Íslandsbikarinn er kominn á loft. Liðsfélagar þeirra dást að bikarnum fyrir aftan þá. Fréttablaðið/Stefán „Ég ákvað að sofna með medalíuna í gær bara til þess að þegar ég vaknaði þá vissi ég að þetta væri satt. Ég vaknaði því með medalíuna í morgun og hugsaði: Þetta er ekki draumur,“ segir Agnar Smári Jónsson, hetja fyrsta Íslandsmeistaraliðs ÍBV. Áður en hann lagðist á koddann var hann þó ásamt liðsfélögum sínum búinn að fá magnaðar móttökur í Vestmannaeyjahöfn. „Það var flugeldasýning, rauðu blysin eins og á Þjóðhátíð og 700 manns á bryggjunni klukkan hálf tvö á fimmtudegi. Þetta var ólýsanlegt,“ rifjar Agnar upp en hann skoraði þrettán mörk á móti Haukum, þar á meðal sigurmarkið sem sendi alla Eyjamenn upp í sjöunda himin. Agnar Smári gerði gott betur en að tryggja ÍBV titilinn því hann jafnaði um leið markamet Sigurðar Vals Sveinssonar. Þeir tveir eru nú þeir einu sem hafa náð að skora tólf mörk utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla. Agnar er að gera þetta aðeins tvítugur og í sinni fyrstu úrslitakeppni. Stóra spurningin er samt hvernig datt Valsmönnum í hug að láta þennan strák fara síðasta haust? „Ég hef ekki hugmynd. Þeir fengu Geir Guðmundsson til sín og mér leist ekki á það því ég vildi fá stærra hlutverk. Þeir sögðu mér að ég myndi fá stórt hlutverk í 2. flokki en ég vildi það ekki. Það er náttúrulega bara hneisa og ég sé aldrei eftir þessu,“ sagði Agnar en hann segir Valsmenn ekki þekkja sig nógu vel.Elskar svona aðstæður „Þeir héldu vídeófund fyrir oddaleikinn á móti okkur og þar var sagt að ég myndi verða stressaður. Ég elska hins vegar svona aðstæður og ég þrífst á stemmingu. Maður verður líka ekkert stressaður því þessi stemming er úti í Eyjum líka,“ segir Agnar. Hann skoraði úr átta fyrstu skotunum sínum og var með tíu af fyrstu sautján mörkum Eyjaliðsins fyrir framan troðfullt hús. „Það er rosalega gott að ná fyrstu þremur skotunum inn því það gefur manni mikið sjálfstraust. Maður hættir ekkert að skjóta þegar maður er heitur,“ segir Agnar léttur. Reyndar var þetta hálfgert einvígi á milli Agnars og Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar. „Það er ömurlegt náttúrulega fyrir Sigurberg að vera með tólf mörk en samt ekki markahæstur,“ segir Agnar í smá stríðnistón. Hann hrósar þjálfurunum Gunnari Magnússyni og Arnari Péturssyni. „Gunni er frábær og ótrúlegur maður. Hann á endalaust hrós skilið og Arnar Péturs líka. Þetta er magnað kombó og þeir eru rosalega flottir saman og arkitektar að þessu öllu,“ segir Agnar, sem verður áfram í Eyjum. „Við verðum að sjá til hvernig næsta tímabil verður. Þetta er náttúrulega öskubuskuævintýri hérna. Við missum náttúrulega Róbert (Aron Hostert), sem er Zlatan íslenska handboltans því hann fer í lið og vinnur titla. Vonandi fáum við sterkan mann í hans stað,“ segir Agnar en Róbert Aron varð einnig Íslandsmeistari með Fram í fyrra.Faðmaður og kysstur „Við strákarnir erum mögnuð liðsheild og Vestmannaeyjabær allur. Núna er bara lítil Þjóðhátíð. Þessa dagana er maður faðmaður og kysstur við hvert tækifæri. Ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta á betri stað. Það er allt sumarið og Þjóðhátíðin eftir. Fyrsta helgin í ágúst, hversu geggjað verður það. Ég held ég verði heimamaður í hverju einasta hvíta tjaldi,“ sagði Agnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30 Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Ég ákvað að sofna með medalíuna í gær bara til þess að þegar ég vaknaði þá vissi ég að þetta væri satt. Ég vaknaði því með medalíuna í morgun og hugsaði: Þetta er ekki draumur,“ segir Agnar Smári Jónsson, hetja fyrsta Íslandsmeistaraliðs ÍBV. Áður en hann lagðist á koddann var hann þó ásamt liðsfélögum sínum búinn að fá magnaðar móttökur í Vestmannaeyjahöfn. „Það var flugeldasýning, rauðu blysin eins og á Þjóðhátíð og 700 manns á bryggjunni klukkan hálf tvö á fimmtudegi. Þetta var ólýsanlegt,“ rifjar Agnar upp en hann skoraði þrettán mörk á móti Haukum, þar á meðal sigurmarkið sem sendi alla Eyjamenn upp í sjöunda himin. Agnar Smári gerði gott betur en að tryggja ÍBV titilinn því hann jafnaði um leið markamet Sigurðar Vals Sveinssonar. Þeir tveir eru nú þeir einu sem hafa náð að skora tólf mörk utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla. Agnar er að gera þetta aðeins tvítugur og í sinni fyrstu úrslitakeppni. Stóra spurningin er samt hvernig datt Valsmönnum í hug að láta þennan strák fara síðasta haust? „Ég hef ekki hugmynd. Þeir fengu Geir Guðmundsson til sín og mér leist ekki á það því ég vildi fá stærra hlutverk. Þeir sögðu mér að ég myndi fá stórt hlutverk í 2. flokki en ég vildi það ekki. Það er náttúrulega bara hneisa og ég sé aldrei eftir þessu,“ sagði Agnar en hann segir Valsmenn ekki þekkja sig nógu vel.Elskar svona aðstæður „Þeir héldu vídeófund fyrir oddaleikinn á móti okkur og þar var sagt að ég myndi verða stressaður. Ég elska hins vegar svona aðstæður og ég þrífst á stemmingu. Maður verður líka ekkert stressaður því þessi stemming er úti í Eyjum líka,“ segir Agnar. Hann skoraði úr átta fyrstu skotunum sínum og var með tíu af fyrstu sautján mörkum Eyjaliðsins fyrir framan troðfullt hús. „Það er rosalega gott að ná fyrstu þremur skotunum inn því það gefur manni mikið sjálfstraust. Maður hættir ekkert að skjóta þegar maður er heitur,“ segir Agnar léttur. Reyndar var þetta hálfgert einvígi á milli Agnars og Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar. „Það er ömurlegt náttúrulega fyrir Sigurberg að vera með tólf mörk en samt ekki markahæstur,“ segir Agnar í smá stríðnistón. Hann hrósar þjálfurunum Gunnari Magnússyni og Arnari Péturssyni. „Gunni er frábær og ótrúlegur maður. Hann á endalaust hrós skilið og Arnar Péturs líka. Þetta er magnað kombó og þeir eru rosalega flottir saman og arkitektar að þessu öllu,“ segir Agnar, sem verður áfram í Eyjum. „Við verðum að sjá til hvernig næsta tímabil verður. Þetta er náttúrulega öskubuskuævintýri hérna. Við missum náttúrulega Róbert (Aron Hostert), sem er Zlatan íslenska handboltans því hann fer í lið og vinnur titla. Vonandi fáum við sterkan mann í hans stað,“ segir Agnar en Róbert Aron varð einnig Íslandsmeistari með Fram í fyrra.Faðmaður og kysstur „Við strákarnir erum mögnuð liðsheild og Vestmannaeyjabær allur. Núna er bara lítil Þjóðhátíð. Þessa dagana er maður faðmaður og kysstur við hvert tækifæri. Ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta á betri stað. Það er allt sumarið og Þjóðhátíðin eftir. Fyrsta helgin í ágúst, hversu geggjað verður það. Ég held ég verði heimamaður í hverju einasta hvíta tjaldi,“ sagði Agnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30 Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30
Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27
Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05