Humallinn Tumi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2014 07:00 Vorið 2005 lagði ég leið mína ásamt nokkrum íslenskum Fulbright-styrkþegum í bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Þangað voru líka mættir bandarískir háskólanemar sem höfðu dvalið við nám á Íslandi á sams konar styrk. Eftir að formlegheitunum var lokið ræddi ég við strák á mínum aldri sem spurði hvert ég væri að fara. Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: „Finnst þér góður bjór?“ Svar mitt var einfalt, já, en ég vissi samt ekkert um hvað ég var að tala. Thule, Carlsberg, Heineken, Víking, Lager, Faxe, Gull og félagar höfðu allir ratað oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum ofan í pokann minn í Ríkinu árin á undan, enda vissi ég þá ekki af hverju ég var að missa. Var eitthvað miklu betra þarna úti? Kunna ekki bara Belgar að brugga góðan bjór? Síðan ég sneri heim til Íslands haustið 2008 hef ég reynt að selja fjölmörgum þá hugmynd að betri bjór sé vart fundinn en sá sem framleiddur er vestanhafs. Fáir kaupa það. „Iss, Budweiser, Miller og Coors? Þetta er bara piss,“ er ágætis samantekt á viðbrögðum fólks sem veit ekki betur. Líkt og ég vissi ekki betur. Eins og það væri eini bjórinn sem Kaninn drykki. En sem betur fer berst allt gott á endanum til Íslands. Meira að segja bruggun gæðabjórs. Íslensku bjórarnir Einstök Pale Ale, Gæðingur IPA, Úlfur og bróðir hans Úlfur Úlfur að frátöldum sjálfum Tuma humli eru til vitnis um hinn yndislega mjöð Kanans, enda flestir innblásnir af vesturstrandarbjór. Varðandi síðastnefnda bjórinn þá var ekkert lítið sem mér var létt eftir að ég bragðaði hann í fyrsta skipti. Það hefði verið skelfilegt að þurfa að deila nafni með vondum bjór. Tumar og Úlfar þessa lands geta hins vegar verið stoltir af nöfnum sínum í flöskunum sem bragðast svo vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Vorið 2005 lagði ég leið mína ásamt nokkrum íslenskum Fulbright-styrkþegum í bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Þangað voru líka mættir bandarískir háskólanemar sem höfðu dvalið við nám á Íslandi á sams konar styrk. Eftir að formlegheitunum var lokið ræddi ég við strák á mínum aldri sem spurði hvert ég væri að fara. Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: „Finnst þér góður bjór?“ Svar mitt var einfalt, já, en ég vissi samt ekkert um hvað ég var að tala. Thule, Carlsberg, Heineken, Víking, Lager, Faxe, Gull og félagar höfðu allir ratað oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum ofan í pokann minn í Ríkinu árin á undan, enda vissi ég þá ekki af hverju ég var að missa. Var eitthvað miklu betra þarna úti? Kunna ekki bara Belgar að brugga góðan bjór? Síðan ég sneri heim til Íslands haustið 2008 hef ég reynt að selja fjölmörgum þá hugmynd að betri bjór sé vart fundinn en sá sem framleiddur er vestanhafs. Fáir kaupa það. „Iss, Budweiser, Miller og Coors? Þetta er bara piss,“ er ágætis samantekt á viðbrögðum fólks sem veit ekki betur. Líkt og ég vissi ekki betur. Eins og það væri eini bjórinn sem Kaninn drykki. En sem betur fer berst allt gott á endanum til Íslands. Meira að segja bruggun gæðabjórs. Íslensku bjórarnir Einstök Pale Ale, Gæðingur IPA, Úlfur og bróðir hans Úlfur Úlfur að frátöldum sjálfum Tuma humli eru til vitnis um hinn yndislega mjöð Kanans, enda flestir innblásnir af vesturstrandarbjór. Varðandi síðastnefnda bjórinn þá var ekkert lítið sem mér var létt eftir að ég bragðaði hann í fyrsta skipti. Það hefði verið skelfilegt að þurfa að deila nafni með vondum bjór. Tumar og Úlfar þessa lands geta hins vegar verið stoltir af nöfnum sínum í flöskunum sem bragðast svo vel.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun