Of mörgum mikilvægum verkefnum er ólokið, segir bæjarstjórn Vesturbyggðar sem skorar á Alþingi að veita meira fjármagn til samgöngumála.
„Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Alþingi að bæta við fjármagni til viðhalds vega, enda er stór hluti vegakerfis Vestfjarða enn malarvegir sem þurfa mikið viðhald,“ segir í ályktun.
„Mikil atvinnuuppbygging á sér nú stað á sunnanverðum Vestfjörðum og núverandi vegir þola ekki þá umferð sem um vegina fara í dag, hvað þá þá umferð sem verður þegar laxeldi verður komið í fulla framleiðslu.“
Vilja betri vegi fyrir laxaflutninga
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
