Eurovision slær út jólin Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 10. maí 2014 12:00 Laufey ásamt Færeyingum sem voru í miklu stuði þegar þeir mættu í FÁSES-Íslendingahittinginn fyrir undankeppnina. Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu, en fyrir henni er Eurovision-keppnin aðfangadagur, jóladagur, pakkarnir og jólafötin allt samanlagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision-sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakteríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“Óvænt hjá Pollapönki í kvöld Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðjudag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmtilegt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Íslandi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er enginn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamannafund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. Þörf á aðdáendaklúbbiLaufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitthvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóðasamtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppnina héðan.“Eftir-Eurovision-þunglyndi Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision-keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilningsríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. Gaman að Ísland sé með Laufey hlakkar mikið til laugardagsins og ætlar að njóta keppninnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er alltaf skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“ Eurovision Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Laufey Helga Guðmundsdóttir er stödd í Kaupmannahöfn á sinni fjórðu Eurovision-keppni. Hún segir Pollapönkara hafa upplýst á blaðamannafundi að þeir lumi á trompi uppi í erminni sem mögulega verði lagt á borðið í kvöld. Laufeyju finnst dásamlegt að vera hluti af ævintýrinu sem keppnin er. Jólin eru í maí hjá Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu, en fyrir henni er Eurovision-keppnin aðfangadagur, jóladagur, pakkarnir og jólafötin allt samanlagt í tíunda veldi. Hún er úti í Kaupmannahöfn núna og er þetta fjórða skiptið sem hún fer á Eurovision-keppnina. „Þetta er einhvers konar Eurovision-sápukúla sem maður dettur inn í hérna. Það þarf hvorki að hafa vit á Eurovision eða gaman af henni almennt til að hrífast með. Allir þeir sem koma hingað fá bakteríuna og hún er mjög smitandi. Þetta er svo dásamleg upplifun. Hér koma allir saman í mesta bróðerni til að syngja lag í þrjár mínútur, þvert á öll landamæri og án allra pólitískra hindrana. Hér ríkir ást og kærleikur, og mikið af honum.“Óvænt hjá Pollapönki í kvöld Laufey segist ekki hafa átt von á því að Pollapönkarar kæmust áfram í undankeppninni á þriðjudag en alltaf vonað það innst inni. „Þetta var svo gaman og skemmtilegt að sjá hvað þeir sjálfir voru glaðir og skemmtu sér vel. Ef ég á að vera hreinskilin þá spái ég Íslandi sextánda til átjánda sætinu í kvöld en í Eurovision getur allt gerst. Keppnin í ár er ekki eins sterk og undanfarin ár. Það er enginn augljós sigurvegari í ár eins og svo oft áður, til dæmis þegar Alexander Rybak vann 2009 og Loreen 2012. Ég fór á blaðamannafund eftir keppnina á þriðjudag og þá sögðust þeir Heiðar og Halli luma á trompi upp í erminni fyrir keppnina í kvöld, einhverju tengdu búningum og glimmeri, þannig að það gæti eitthvað óvænt gerst,“ segir Laufey og hlær. Þörf á aðdáendaklúbbiLaufey er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er meðlimur númer 007. „Hjá okkur eru meðlimir númeraðir, þetta er allt mjög nördalegt. Klúbburinn var stofnaður fyrir þremur árum og eru meðlimir strax orðnir eitthvað um 370 og hann orðinn einn af stóru klúbbunum í alþjóðasamtökunum, OGAE, þannig að augljóslega var mikil þörf fyrir svona klúbb. Við opnuðum nýlega heimasíðu, fases.is, þar sem við setjum inn umfjöllun um keppnina héðan.“Eftir-Eurovision-þunglyndi Eins og áður sagði hefur Laufey farið fjórum sinnum á Eurovision-keppnina. „Ég tók skandinavískan rúnt og fór til Helsinki 2007, Osló 2010, Malmö 2013 og til Köben í ár. Nú er stefnan að fara árlega enda er þetta svo gaman. Ég er líka svo heppin að eiga skilningsríka yfirmenn og samstarfsfólk. Þau þurfa að þola stöðugt tal um Eurovision fyrir keppni og eftir keppni er ég haldin svokölluðu PED, Post-Eurovision Depression (Eftir-Eurovision-þunglyndi). Við í FÁSES erum einmitt að bíða eftir að það verði skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ segir Laufey á léttu nótunum og brosir. Gaman að Ísland sé með Laufey hlakkar mikið til laugardagsins og ætlar að njóta keppninnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. „Ég ætla líka að njóta þess að Ísland sé með, það er alltaf skemmtilegra. Það eru ekki allir sem myndu horfa á úrslitin í kvöld ef við hefðum ekki komist áfram en Eurovision er alltaf jafn gott fyrir mér.“
Eurovision Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira