Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2014 11:00 Hér eru Valgeir og Chiara í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd/úr einkasafni „Við Chiara erum búin að vera að vinna saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða lagið sem við gerum saman,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður maltnesku Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa. Hann frumflytur nýtt lag ásamt stjörnunni á Euro Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag sem heitir Mermaid in Love. Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið ásamt Valgeiri. „Samstarf okkar kom til þannig að ég var að túra með Heru Björk á milli tónlistarhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri þjónustu en flestir og sá að ég var duglegur að passa upp á hlutina. Einn daginn kom hún til mín og spurði hvort ég væri til í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var ekki sannfærður um að það gæti gengið upp. „Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp þar sem Ísland og Malta eru á hvort á sínum endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta getur allt verið unnið í gegnum netið. Nú erum við búin að taka upp fjögur lög saman, sem við gerum þannig að við Öggi erum á FaceTime í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við sendan sönginn og Öggi klárar málið.“ Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love, segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum. „Hugmyndina fékk ég þegar við vorum að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar. Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi hittumst svo nokkrum vikum síðar, töluðum aðeins um hugmyndina og hann kom strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við þetta ekki neitt fyrr en fyrir tveimur vikum. Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbústað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við erum að ákveða hvað við gerum við.“ Eurovision Tengdar fréttir Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Við Chiara erum búin að vera að vinna saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða lagið sem við gerum saman,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður maltnesku Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa. Hann frumflytur nýtt lag ásamt stjörnunni á Euro Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag sem heitir Mermaid in Love. Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið ásamt Valgeiri. „Samstarf okkar kom til þannig að ég var að túra með Heru Björk á milli tónlistarhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri þjónustu en flestir og sá að ég var duglegur að passa upp á hlutina. Einn daginn kom hún til mín og spurði hvort ég væri til í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var ekki sannfærður um að það gæti gengið upp. „Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp þar sem Ísland og Malta eru á hvort á sínum endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta getur allt verið unnið í gegnum netið. Nú erum við búin að taka upp fjögur lög saman, sem við gerum þannig að við Öggi erum á FaceTime í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við sendan sönginn og Öggi klárar málið.“ Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love, segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum. „Hugmyndina fékk ég þegar við vorum að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar. Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi hittumst svo nokkrum vikum síðar, töluðum aðeins um hugmyndina og hann kom strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við þetta ekki neitt fyrr en fyrir tveimur vikum. Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbústað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við erum að ákveða hvað við gerum við.“
Eurovision Tengdar fréttir Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00
Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00
Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36
Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00
Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10