Gyðingar og dragdrottningar í nýju videoverki Snorra Ásmundssonar 28. apríl 2014 11:00 Snorri segir ádeilu í verkinu, en segir þó gleðina ráða ríkjum. MYND/Spessi Á sumardaginn fyrsta fóru fram tökur á nýju vídeóverki Snorra Ásmundssonar, „Hatikva“. „Tökur tókust glimrandi vel en ég var með eintóma snillinga með mér í öllum hlutverkum. Ég fékk til dæmis Birgi Gíslason sem hefur áður verið með í gjörningi með mér og vin hans, Björgvin, til að leika rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri, en Birgir hefur starfað mikið með Snorra. „Svo kemur Auður Ómarsdóttir fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur leðurfrakka og með Davíðsstjörnuna um arminn,“ segir Snorri um verkið. Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísraels. „Ég syng dansútgáfu af laginu á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri. Marteinn Thorsson sá um myndatöku og tónlistina útsetti Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. „Ég er búinn að vera með þetta verk í maganum í tvö ár svo það varð spennufall þegar ég lauk því loksins í gær. Ég frumsýni verkið í lok maí í 21der Haus, nútímalistasafni Vínarborgar,“ segir Snorri jafnframt, en hann fékk styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verkinu. Enn hafa ekki verið ákveðnar sýningar á verkinu hér á landi. „Verkið hefur þegar vakið umtal og áhugi er víða og verður tónlistin meðal annars gefin út á vinýl í Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á þessu verki og geri mér grein fyrir að það á eftir að hreyfa við mörgum enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin ráði ríkjum.“ Eurovision Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta fóru fram tökur á nýju vídeóverki Snorra Ásmundssonar, „Hatikva“. „Tökur tókust glimrandi vel en ég var með eintóma snillinga með mér í öllum hlutverkum. Ég fékk til dæmis Birgi Gíslason sem hefur áður verið með í gjörningi með mér og vin hans, Björgvin, til að leika rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri, en Birgir hefur starfað mikið með Snorra. „Svo kemur Auður Ómarsdóttir fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur leðurfrakka og með Davíðsstjörnuna um arminn,“ segir Snorri um verkið. Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísraels. „Ég syng dansútgáfu af laginu á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri. Marteinn Thorsson sá um myndatöku og tónlistina útsetti Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. „Ég er búinn að vera með þetta verk í maganum í tvö ár svo það varð spennufall þegar ég lauk því loksins í gær. Ég frumsýni verkið í lok maí í 21der Haus, nútímalistasafni Vínarborgar,“ segir Snorri jafnframt, en hann fékk styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verkinu. Enn hafa ekki verið ákveðnar sýningar á verkinu hér á landi. „Verkið hefur þegar vakið umtal og áhugi er víða og verður tónlistin meðal annars gefin út á vinýl í Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á þessu verki og geri mér grein fyrir að það á eftir að hreyfa við mörgum enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin ráði ríkjum.“
Eurovision Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira