Frændliðin fara í lokaúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2014 07:45 Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra en spilar nú með ÍBV. Hér fagnar hann titlinum með Fram síðasta vor en hann er eini leikmaðurinn sem á enn möguleika á því að vinna annað árið í röð. Vísir/Daniel Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira