Pollapönk áfram Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 12:00 Reynir Þór Eggertsson er viss um að Pollapönk komist upp úr forkeppni Eurovision og endi í einu af tíu efstu sætunum í aðalkeppninni. mynd/gva Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér! Eurovision Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér!
Eurovision Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp