Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2014 06:00 Alfreð er markahæstur í sögu Heerenveen. Vísir/Getty „Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað. Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Sjá meira
„Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað.
Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Sjá meira
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34