Messi á móti Þríhöfðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2014 09:00 Þríhöfðinn ógurlegi - Bale, Benzema og Cristiano. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að það besta sé geymt þar til síðast þessa íþróttahelgina. Helgin endar nefnilega á El Clásico annað kvöld og nú er ekki bara heiðurinn og stoltið undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Á sama tíma og Carlo Ancelotti hefur fest allar skrúfur í stjörnum prýddu Real Madrid-vélinni á sínu fyrsta tímabili hefur spænska pressan verið dugleg að spá um væntanlega „endalok“ og kynslóðaskipti hjá einu besta fótboltaliði allra tíma.BBC-þríeykið Sóknarlína Real Madrid hefur vissulega stolið senunni á Spáni á þessu tímabili en þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale hafa sem dæmi skorað saman 76 mörk á leiktíðinni. Spænsku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að kalla þá „BBC“ sem skammstöfun á nöfnum þeim Bale (14 mörk), Benzema (21 mark) og Cristiano (41 mark). Aðalhetja Börsunga, Lionel Messi, hefur aftur á móti verið að vakna úr „dvala“ eftir meiðslahrjáða mánuði um mitt tímabilið en gengi Barcelona-liðsins hefur á sama tíma verið allt annað en sannfærandi heima fyrir. Menn sjá nú breytingu á því, sumir spekingar hafa hlegið hátt að „krísuumræðunni“ og benda á að Barcelona eigi enn möguleika á þrennunni á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Gerardos Martino. Landi hans Messi hefur nú skorað í átta af síðustu níu leikjum Börsunga, þar á meðal þrennu í 7-0 sigri á Osasuna um síðustu helgi, og því má segja að bæði liðin komi inn í leikinn með sína fremstu menn í stuði.Andres Iniesta og Luka Modric eigast við í leik liðanna í október.Vísir/Getty Tíu fleiri stig en Barca Barcelona var með sex stiga forskot á Real eftir 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri El Clasico-leiknum sem fór fram í lok október. Nú er staðan hins vegar allt önnur enda hefur Real Madrid-liðið verið á mikilli siglingu á þessu ári og er nú með fjórum stigum meira en Barcelona þegar tíu leikir eru eftir. Á þessum 147 dögum hefur Real fengið tíu fleiri stig og skorað sex fleiri mörk en Barcelona og um leið tekið að sér forystuhlutverkið í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Leikmenn Real Madrid hafa síðan þeir yfirgáfu Nývang með skottið á milli lappanna leikið 31 leik í röð í öllum keppnum án þess að tapa og í 26 leikjanna hafa þeir fagnað sigri. Börsungar hafa tapað fjórum sinnum heima fyrir á þessu tímabili þar á meðal fyrir liðum eins og Real Sociedad og Real Valladolid. Bæði Barcelona og Real Madrid styrkti sig með stjörnusóknarmönnum í sumar. Real Madrid setti heimsmet í kaupunum á Gareth Bale og Börsungar náðu í Brasilíumanninn Neymar frá Santos.Neymar fagnar marki sínu gegn Real Madrid.Vísir/Getty Neymar maður fyrri leiksins Neymar stimplaði sig inn í fyrri leik liðanna með því að skora eitt mark og leggja upp annað. Síðan hefur heyrst minna af stráknum innan vallar en hann verið meira milli tannanna á fólki fyrir „óhrein“ kaup Barcelona en stór hluti upphæðarinnar fór meðal annars beint í vasa foreldra hans. Gareth Bale átti aftur á móti ekki þátt í marki og var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Síðan þá hefur hróður Gareths Bale aukist, hann hefur náð sér af meiðslunum og myndar nú einn þriðja af hinum ógnvænlega þríhöfða Real sem tætir í sig hverja vörnina á fætur annarri í bæði spænsku deildinni og Meistaradeildinni.Vísir/GettySviðið hans Messis Því má samt ekki gleyma að El Clásico hefur verið sviðið hans Messis síðustu ár og á morgun getur hann skorað sitt 19. mark í leikjum á móti Real Madrid og því hefur enginn annar náð í sögu El Clásico. Leikir Real Madrid og Barcelona eru ávallt mikil skemmtun og ekki spillir fyrir að spænski meistaratitillinn er undir að þessu sinni – í minnsta kosti fyrir Börsunga. Það hafa líka verið skoruð mörk í þessum leikjum og bæði liðin hafa sem dæmi skorað í undanförnum fjórtán innbyrðisviðureignum sínum í öllum keppnum. Hatrið hefur oft sett sinn svip á El Clásico-leikina en hvaða fótboltaáhugamaður getur misst af því horfa á helstu hæfileikamenn heimsfótboltans bæta við magnaða sögu risaveldanna í landi heimsmeistaranna? Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að það besta sé geymt þar til síðast þessa íþróttahelgina. Helgin endar nefnilega á El Clásico annað kvöld og nú er ekki bara heiðurinn og stoltið undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Á sama tíma og Carlo Ancelotti hefur fest allar skrúfur í stjörnum prýddu Real Madrid-vélinni á sínu fyrsta tímabili hefur spænska pressan verið dugleg að spá um væntanlega „endalok“ og kynslóðaskipti hjá einu besta fótboltaliði allra tíma.BBC-þríeykið Sóknarlína Real Madrid hefur vissulega stolið senunni á Spáni á þessu tímabili en þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale hafa sem dæmi skorað saman 76 mörk á leiktíðinni. Spænsku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að kalla þá „BBC“ sem skammstöfun á nöfnum þeim Bale (14 mörk), Benzema (21 mark) og Cristiano (41 mark). Aðalhetja Börsunga, Lionel Messi, hefur aftur á móti verið að vakna úr „dvala“ eftir meiðslahrjáða mánuði um mitt tímabilið en gengi Barcelona-liðsins hefur á sama tíma verið allt annað en sannfærandi heima fyrir. Menn sjá nú breytingu á því, sumir spekingar hafa hlegið hátt að „krísuumræðunni“ og benda á að Barcelona eigi enn möguleika á þrennunni á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Gerardos Martino. Landi hans Messi hefur nú skorað í átta af síðustu níu leikjum Börsunga, þar á meðal þrennu í 7-0 sigri á Osasuna um síðustu helgi, og því má segja að bæði liðin komi inn í leikinn með sína fremstu menn í stuði.Andres Iniesta og Luka Modric eigast við í leik liðanna í október.Vísir/Getty Tíu fleiri stig en Barca Barcelona var með sex stiga forskot á Real eftir 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri El Clasico-leiknum sem fór fram í lok október. Nú er staðan hins vegar allt önnur enda hefur Real Madrid-liðið verið á mikilli siglingu á þessu ári og er nú með fjórum stigum meira en Barcelona þegar tíu leikir eru eftir. Á þessum 147 dögum hefur Real fengið tíu fleiri stig og skorað sex fleiri mörk en Barcelona og um leið tekið að sér forystuhlutverkið í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Leikmenn Real Madrid hafa síðan þeir yfirgáfu Nývang með skottið á milli lappanna leikið 31 leik í röð í öllum keppnum án þess að tapa og í 26 leikjanna hafa þeir fagnað sigri. Börsungar hafa tapað fjórum sinnum heima fyrir á þessu tímabili þar á meðal fyrir liðum eins og Real Sociedad og Real Valladolid. Bæði Barcelona og Real Madrid styrkti sig með stjörnusóknarmönnum í sumar. Real Madrid setti heimsmet í kaupunum á Gareth Bale og Börsungar náðu í Brasilíumanninn Neymar frá Santos.Neymar fagnar marki sínu gegn Real Madrid.Vísir/Getty Neymar maður fyrri leiksins Neymar stimplaði sig inn í fyrri leik liðanna með því að skora eitt mark og leggja upp annað. Síðan hefur heyrst minna af stráknum innan vallar en hann verið meira milli tannanna á fólki fyrir „óhrein“ kaup Barcelona en stór hluti upphæðarinnar fór meðal annars beint í vasa foreldra hans. Gareth Bale átti aftur á móti ekki þátt í marki og var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Síðan þá hefur hróður Gareths Bale aukist, hann hefur náð sér af meiðslunum og myndar nú einn þriðja af hinum ógnvænlega þríhöfða Real sem tætir í sig hverja vörnina á fætur annarri í bæði spænsku deildinni og Meistaradeildinni.Vísir/GettySviðið hans Messis Því má samt ekki gleyma að El Clásico hefur verið sviðið hans Messis síðustu ár og á morgun getur hann skorað sitt 19. mark í leikjum á móti Real Madrid og því hefur enginn annar náð í sögu El Clásico. Leikir Real Madrid og Barcelona eru ávallt mikil skemmtun og ekki spillir fyrir að spænski meistaratitillinn er undir að þessu sinni – í minnsta kosti fyrir Börsunga. Það hafa líka verið skoruð mörk í þessum leikjum og bæði liðin hafa sem dæmi skorað í undanförnum fjórtán innbyrðisviðureignum sínum í öllum keppnum. Hatrið hefur oft sett sinn svip á El Clásico-leikina en hvaða fótboltaáhugamaður getur misst af því horfa á helstu hæfileikamenn heimsfótboltans bæta við magnaða sögu risaveldanna í landi heimsmeistaranna?
Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira