"Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. mars 2014 07:00 Talsverður fjöldi fólks mótmælti fyrir framan Alþingishúsið í gær þrátt fyrir ofsaveður. Vísir/Daníel „Boltinn er nú hjá ríkisstjórnarflokkunum og við bíðum fregna frá þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði til fundarins til að ræða málsmeðferð tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Árni segir enga skýra tillögu hafa borist frá stjórnarflokkunum á fundinum varðandi áframhald málsins. „Við erum tilbúin til samkomulags en það verður að vera á einhverjum forsendum sem virða rétt þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lét vita að boðað hefði verið til fundarins við setningu þingfundar klukkan þrjú í gær. Vakti þessi stutti fyrirvari mikla óánægju þingmanna í stjórnarandstöðu sem margir stigu í pontu til að lýsa yfir gremju sinni og fara fram á að fyrirhugaðar umræður um tillöguna hæfust ekki fyrr en að loknum fundi. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og sagðist jafnframt hafa beðið þess alla síðustu viku að fá fundarboð frá forsætisráðherra. Svo fór að hlé var gert á þingfundi frá fimm til hálfsjö meðan á fundi formanna stóð. Þingfundur stóð svo yfir til klukkan átta og munu umræður um tillöguna líklegast halda áfram þegar Alþingi kemur saman á ný klukkan hálftvö í dag. ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli í dag Um þúsund manns hafa boðað komu sína. 10. mars 2014 10:47 Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38 ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Boltinn er nú hjá ríkisstjórnarflokkunum og við bíðum fregna frá þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gærkvöldi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði til fundarins til að ræða málsmeðferð tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Árni segir enga skýra tillögu hafa borist frá stjórnarflokkunum á fundinum varðandi áframhald málsins. „Við erum tilbúin til samkomulags en það verður að vera á einhverjum forsendum sem virða rétt þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lét vita að boðað hefði verið til fundarins við setningu þingfundar klukkan þrjú í gær. Vakti þessi stutti fyrirvari mikla óánægju þingmanna í stjórnarandstöðu sem margir stigu í pontu til að lýsa yfir gremju sinni og fara fram á að fyrirhugaðar umræður um tillöguna hæfust ekki fyrr en að loknum fundi. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og sagðist jafnframt hafa beðið þess alla síðustu viku að fá fundarboð frá forsætisráðherra. Svo fór að hlé var gert á þingfundi frá fimm til hálfsjö meðan á fundi formanna stóð. Þingfundur stóð svo yfir til klukkan átta og munu umræður um tillöguna líklegast halda áfram þegar Alþingi kemur saman á ný klukkan hálftvö í dag.
ESB-málið Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli í dag Um þúsund manns hafa boðað komu sína. 10. mars 2014 10:47 Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38 ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega. 8. mars 2014 18:38
ESB umræður halda áfram Lögð verður fram þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Einnig verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. 10. mars 2014 10:14