Handmálaðar ullarpeysur Sóllilju slá í gegn Ritstjórn Lífsins skrifar 7. mars 2014 16:00 Sóllilja Baltasarsdóttir Vísir/Daníel Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“ Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira