Handmálaðar ullarpeysur Sóllilju slá í gegn Ritstjórn Lífsins skrifar 7. mars 2014 16:00 Sóllilja Baltasarsdóttir Vísir/Daníel Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“ Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mig hefur alltaf langað til að vera í hönnun en síðan ég man eftir mér hef ég verið að sauma og breyta fötum,“ segir Sóllilja Baltasarsdóttir sem nýverið stofnaði fatamerki í eigin nafni. Það má segja að Sóllilja hafi hálfpartinn verið knúin til að stofna fatamerkið en eftir að hún birti mynd af peysu úr sinni smiðju rigndi fyrirspurnunum yfir hana. Um er að ræða ullarpeysur með handmáluðum vængjum á bakinu. „Þetta byrjaði þannig að ég fékk saumavél frá pabba mínum í jólagjöf og hann spurði mig hvort ég gæti ekki saumað eitthvað á hann. Þannig að ég bjó til ullarpeysu, málaði vængi aftan á og gaf honum í afmælisgjöf,“ segir Sóllilja, en faðir hennar er kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hefur varla farið úr peysunni en hann er nú staddur í Róm við tökur á myndinni Everest. Sóllilja er sjálf nýkomin frá Róm þar sem hún heimsótti föður sinn. „Ég tók mynd af pabba á tökustað í peysunni sem vakti fáránlega athygli og ég fékk um 100 fyrirspurnir um peysuna. Það var því ekkert annað í stöðunni en að búa til merki og keyra þetta af stað.“Engar tvær peysur eru eins enda vængirnir handmálaðir á hverja peysu. Hægt er að panta sér peysu, sem er fáanleg í tveimur mismunandi sniðum, í gegnum Facebook-síðu merkisins. Sóllilja er 18 ára gömul og nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Í augnablikinu er stefnan tekin á fatahönnun eftir stúdent og þá helst út fyrir landsteinana. „Mig langar helst í Parsons í New York. Núna ætla ég að einbeita mér að þessu og bæta vörum við merkið.“
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira