Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Brjánn Jónasson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. mars 2014 12:00 Gefin voru fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar. Fréttablaðið/GVA Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja. Fréttaskýringar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja.
Fréttaskýringar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent