Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 07:00 Síðustu helgi efndu stuðningskonur Hjördísar til mótmæla fyrir framan fangelsið í Horsens vegna handtöku án dóms og laga. Vísir/aðsend Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey. Hjördís Svan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey.
Hjördís Svan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira