Komdu heim klukkan tíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2014 00:00 Tæp fjögur ár eru síðan líf mitt breyttist verulega. Stúlka fæddist. Í einu vetfangi breyttist ég úr ábyrgðarlausum djammara á þrítugsaldri í ábyrgðarfullan föður. Vitandi hvað beið mín var ég ekki lengi að svara því játandi þegar mér bauðst, nokkrum vikum fyrr, að skella mér á pabbanámskeið. Líklega var það frekar skyldurækni en áhugi sem sendi mig á námskeiðið. Markmiðið var að standa sig vel í nýju hlutverki. Ég dró tvo vini á svipuðum stað í lífinu með mér á námskeiðið sem haldið var á vegum heilsugæslunnar í höfuðborginni. Um tuttugu karlmenn voru mættir til að hlýða á sérfræðing í pabbamálum. Hann bauð okkur velkomna og í hönd fór klukkustund þar sem ég sat í stól mínum og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. „Ef þú segir við konuna þína að þú ætlir að koma heim klukkan tíu, þá kemurðu heim klukkan tíu,“ er boðorð sem er ágætt í sjálfu sér. Óstundvísi er dónaskapur og ekki vill maður vera dónalegur við nýbakaða móður. Gott og vel. Í kjölfarið las maðurinn okkur pistilinn varðandi vímuefnanotkun. Kom hann meðal annars inn á þá staðreynd að í kringum 15 prósent karlmanna væru á kafi í dópi. „Og ég veit alveg hverjir þið eruð,“ bætti hann við og horfði yfir herbergið. Því næst sagði hann mikilvægt að koma sér sem fyrst inn í einhvern pabbahóp. Konur væru sífellt umkringdar öðrum mæðrum og færu yfir málin. Pabbar þyrftu líka slíkt athvarf. Gott og vel. „En pabbarnir í hópnum verða að vera úr sömu þjóðfélagsstétt,“ sagði hann. Það gengi auðvitað ekki að smiður og læknir væru saman í hóp. Það væri bara ávísun á vandræði. Að námskeiðinu loknu stóðum við vinirnir upp, litum hver á annan en biðum með hláturinn þar til komið var út í bíl. Fjórum árum síðar er mesta furða hve vel uppeldið hefur gengið, þrátt fyrir námskeiðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun
Tæp fjögur ár eru síðan líf mitt breyttist verulega. Stúlka fæddist. Í einu vetfangi breyttist ég úr ábyrgðarlausum djammara á þrítugsaldri í ábyrgðarfullan föður. Vitandi hvað beið mín var ég ekki lengi að svara því játandi þegar mér bauðst, nokkrum vikum fyrr, að skella mér á pabbanámskeið. Líklega var það frekar skyldurækni en áhugi sem sendi mig á námskeiðið. Markmiðið var að standa sig vel í nýju hlutverki. Ég dró tvo vini á svipuðum stað í lífinu með mér á námskeiðið sem haldið var á vegum heilsugæslunnar í höfuðborginni. Um tuttugu karlmenn voru mættir til að hlýða á sérfræðing í pabbamálum. Hann bauð okkur velkomna og í hönd fór klukkustund þar sem ég sat í stól mínum og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. „Ef þú segir við konuna þína að þú ætlir að koma heim klukkan tíu, þá kemurðu heim klukkan tíu,“ er boðorð sem er ágætt í sjálfu sér. Óstundvísi er dónaskapur og ekki vill maður vera dónalegur við nýbakaða móður. Gott og vel. Í kjölfarið las maðurinn okkur pistilinn varðandi vímuefnanotkun. Kom hann meðal annars inn á þá staðreynd að í kringum 15 prósent karlmanna væru á kafi í dópi. „Og ég veit alveg hverjir þið eruð,“ bætti hann við og horfði yfir herbergið. Því næst sagði hann mikilvægt að koma sér sem fyrst inn í einhvern pabbahóp. Konur væru sífellt umkringdar öðrum mæðrum og færu yfir málin. Pabbar þyrftu líka slíkt athvarf. Gott og vel. „En pabbarnir í hópnum verða að vera úr sömu þjóðfélagsstétt,“ sagði hann. Það gengi auðvitað ekki að smiður og læknir væru saman í hóp. Það væri bara ávísun á vandræði. Að námskeiðinu loknu stóðum við vinirnir upp, litum hver á annan en biðum með hláturinn þar til komið var út í bíl. Fjórum árum síðar er mesta furða hve vel uppeldið hefur gengið, þrátt fyrir námskeiðið.