Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Sumarið 2012 fjarlægði lögregla þrjú börn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í kjölfar úrskurðar dómstóla í forræðisdeilu hennar og Kims Laursen. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi. Hjördís Svan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi.
Hjördís Svan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira