Körfubolti

Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Peter Öqkvist.
Peter Öqkvist. vísir/anton
Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið.

Undir hans stjórn hefur liðið tekið miklum framförum en það vann glæsilega sigra á Makedóníu og Svartfjallalandi í fyrra auk þess sem það var ekki langt frá því að komast í umspil um sæti á EM 2015 síðasta sumar.

Jón Arnór vonar að Öqvist haldi áfram. „Ég hef alltaf sagt að ég vilji halda í Peter. Við höfum verið að bæta okkur í hans kerfi,“ segir hann en áttar sig þó á að erfitt gæti verið að halda Svíanum þar sem sambandið hefur ekki mikið á milli handanna. En það kristallaðist á dögunum þegar framkvæmdastjórinn Friðrik Ingi Rúnarsson þurfti að láta af störfum.

„Ég hugsa að það verði erfitt að halda honum þannig að ég veit ekki hvað verður. En ég treysti honum klárlega til að halda áfram með liðið og gera okkur enn betri,“ segir Jón Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×