Helgarsúpan - Gegn flensu-súpa fræga Marín Manda skrifar 7. febrúar 2014 13:00 Guðrún Kristjánsdóttir Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu og eru báðar ástríðufullar áhugamanneskjur um heilsumál. Samanlagt telur reynsla þeirra af heilsubransanum um 40 ár. Í sjö mánaða gömlu heilsuhofi sínu bjóða þær upp á allskyns góðgæti en það nýjasta eru súpur úr lífrænu hráefni. Hér bjóða þær upp á uppskrift að shiitake-sveppasúpu með goji-berjum. Það dugir ekki minna en einn góður pottur, svo má alltaf margfalda uppskriftina. Uppskrift 1 rauðlaukur 1 grænn chili 4 hvítlauksrif 5 cm engiferrót, smátt skorin 2 msk. ólfuolía 2 meðalstórar sætkartöflur 1 karfa shiitake-sveppir 2 handfyllir goji-ber 2 l grænmetissoð Salt og pipar Góða súpan gegn flensu. Aðferð Setjið laukinn, chili, hvítlauk og engifer í pott með ólífuolíu og hitið í u.þ.b. fimm mínútur. Blandið goji, sætum kartöflum og sveppum á pönnuna. Hrærið vel. Bætið við grænmetissoðinu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Piprið, saltið og njótið! Súpur Uppskriftir Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið
Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu og eru báðar ástríðufullar áhugamanneskjur um heilsumál. Samanlagt telur reynsla þeirra af heilsubransanum um 40 ár. Í sjö mánaða gömlu heilsuhofi sínu bjóða þær upp á allskyns góðgæti en það nýjasta eru súpur úr lífrænu hráefni. Hér bjóða þær upp á uppskrift að shiitake-sveppasúpu með goji-berjum. Það dugir ekki minna en einn góður pottur, svo má alltaf margfalda uppskriftina. Uppskrift 1 rauðlaukur 1 grænn chili 4 hvítlauksrif 5 cm engiferrót, smátt skorin 2 msk. ólfuolía 2 meðalstórar sætkartöflur 1 karfa shiitake-sveppir 2 handfyllir goji-ber 2 l grænmetissoð Salt og pipar Góða súpan gegn flensu. Aðferð Setjið laukinn, chili, hvítlauk og engifer í pott með ólífuolíu og hitið í u.þ.b. fimm mínútur. Blandið goji, sætum kartöflum og sveppum á pönnuna. Hrærið vel. Bætið við grænmetissoðinu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Piprið, saltið og njótið!
Súpur Uppskriftir Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið