Verða oftar fyrir fordómum Eva Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Innflytjendur verða mun oftar fyrir fordómafullri hegðun heldur en Íslendingar. fréttablaðið/Vilhelm Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira