Vitum við að vatnið er hreint? Ólafur Þ.Stephensen skrifar 17. janúar 2014 06:00 Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi. Eflaust er mikið til í því. Neyzluvatnið víðast hvar á landinu er gott. Forsenda þess er að grunnvatnið sé í lagi og það er yfirleitt tilfellið. Undanfarið hafa þó annars vegar komið fram vísbendingar um að við umgöngumst vatnsauðlindina af kæruleysi og hins vegar hefur verið sýnt fram á að við vitum einfaldlega alltof lítið um ástand vatns á landinu til að geta fullyrt nokkuð um hreinasta vatn í heimi. Dæmi um gáleysislega umgengni við vatnið komu fram í fyrra, þegar heilbrigðisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vöruðu við aukinni umferð og áformum um stóraukinn ferðamannastraum á Bláfjallasvæðinu, vatnsverndarsvæði borgarbúa. Heilbrigðisnefndirnar höfðu varla sleppt orðinu þegar alvarlegt olíuslys varð við Þríhnjúkagíg. Í aðdraganda þess hafði verið farið á svig við ýmsar reglur um vatnsvernd. Undanfarna daga hefur Fréttablaðið sagt fréttir upp úr stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands, meðal annars af mengun frá gömlum urðunarstöðum og sorphaugum. Á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði leka þungmálmar og önnur eiturefni þannig út í grunnvatnið, sem er talið í hættu þótt vatnsbólum Suðurnesjamanna sé ekki ógnað. Í höfuðborginni, við ósa Elliðaánna, leka eiturefni í strandsjóinn í Elliðaárvogi, Grafarvogi og innri hluta Sundanna frá gömlum sorphaugum og urðunarstöðum í Gufunesi og á Geirsnefi. Á undanförnum árum hefur verið tekið fyrir urðun eiturefna sem áður fór fram í algjöru hugsunarleysi um umhverfið. Syndir feðranna koma hins vegar niður á börnunum; nú verðum við að fylgjast vel með mengun frá gömlum urðunarstöðum og grípa til hreinsunar- eða mótvægisaðgerða ef hún fer yfir þau mörk sem eru talin forsvaranleg. Stöðuskýrsla Umhverfisstofnunar er fyrsta skrefið í að kortleggja hreinleika vatns á Íslandi. Samkvæmt henni er óvissa um gæði vatns á 36 stöðum á landinu og full þörf á frekari rannsóknum. Sums staðar er til dæmis enn verið að losa óhreinsað skólp í vatnsföll eða út í sjó.Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á Umhverfisstofnun, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag: „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ímynd Íslands út á við að við getum sýnt fram á það með sömu aðferðum og aðrar þjóðir Evrópu nota að vatnið okkar sé gott.“ Það er rétt – og forsenda þess að hægt sé að grípa til ráðstafana gegn hættum sem steðja að hreina vatninu okkar er að við vitum hvernig ástandið er. Á sama tíma og stöðuskýrslan kemur út berast fréttir af því að draga eigi úr vinnu við vatnaverkefni Umhverfisstofnunar vegna fjárskorts. Það er ekki víst að það sé skynsamleg ákvörðun, í ljósi þess hversu mikla hagsmuni Ísland á af því að sýna fram á að vatnið okkar sé hreint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi. Eflaust er mikið til í því. Neyzluvatnið víðast hvar á landinu er gott. Forsenda þess er að grunnvatnið sé í lagi og það er yfirleitt tilfellið. Undanfarið hafa þó annars vegar komið fram vísbendingar um að við umgöngumst vatnsauðlindina af kæruleysi og hins vegar hefur verið sýnt fram á að við vitum einfaldlega alltof lítið um ástand vatns á landinu til að geta fullyrt nokkuð um hreinasta vatn í heimi. Dæmi um gáleysislega umgengni við vatnið komu fram í fyrra, þegar heilbrigðisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vöruðu við aukinni umferð og áformum um stóraukinn ferðamannastraum á Bláfjallasvæðinu, vatnsverndarsvæði borgarbúa. Heilbrigðisnefndirnar höfðu varla sleppt orðinu þegar alvarlegt olíuslys varð við Þríhnjúkagíg. Í aðdraganda þess hafði verið farið á svig við ýmsar reglur um vatnsvernd. Undanfarna daga hefur Fréttablaðið sagt fréttir upp úr stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands, meðal annars af mengun frá gömlum urðunarstöðum og sorphaugum. Á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði leka þungmálmar og önnur eiturefni þannig út í grunnvatnið, sem er talið í hættu þótt vatnsbólum Suðurnesjamanna sé ekki ógnað. Í höfuðborginni, við ósa Elliðaánna, leka eiturefni í strandsjóinn í Elliðaárvogi, Grafarvogi og innri hluta Sundanna frá gömlum sorphaugum og urðunarstöðum í Gufunesi og á Geirsnefi. Á undanförnum árum hefur verið tekið fyrir urðun eiturefna sem áður fór fram í algjöru hugsunarleysi um umhverfið. Syndir feðranna koma hins vegar niður á börnunum; nú verðum við að fylgjast vel með mengun frá gömlum urðunarstöðum og grípa til hreinsunar- eða mótvægisaðgerða ef hún fer yfir þau mörk sem eru talin forsvaranleg. Stöðuskýrsla Umhverfisstofnunar er fyrsta skrefið í að kortleggja hreinleika vatns á Íslandi. Samkvæmt henni er óvissa um gæði vatns á 36 stöðum á landinu og full þörf á frekari rannsóknum. Sums staðar er til dæmis enn verið að losa óhreinsað skólp í vatnsföll eða út í sjó.Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á Umhverfisstofnun, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag: „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ímynd Íslands út á við að við getum sýnt fram á það með sömu aðferðum og aðrar þjóðir Evrópu nota að vatnið okkar sé gott.“ Það er rétt – og forsenda þess að hægt sé að grípa til ráðstafana gegn hættum sem steðja að hreina vatninu okkar er að við vitum hvernig ástandið er. Á sama tíma og stöðuskýrslan kemur út berast fréttir af því að draga eigi úr vinnu við vatnaverkefni Umhverfisstofnunar vegna fjárskorts. Það er ekki víst að það sé skynsamleg ákvörðun, í ljósi þess hversu mikla hagsmuni Ísland á af því að sýna fram á að vatnið okkar sé hreint.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun