„Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2014 11:12 Jóhannes Haukur verslar alltaf við björgunarsveitirnar en finnst hlægilegt að fólk vilji skylda alla til að kaupa af þeim. Vísir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira