Vill að læknar greini frá kröfum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. desember 2014 13:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar. Vísir/GVA Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira