Rickie Fowler reynslunni ríkari eftir viðburðaríkt ár Kári Örn Hinriksson skrifar 31. desember 2014 20:00 Rickie Fowler á Opna breska meistaramótinu í sumar. AP Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“ Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“
Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira