Það var margt um manninn í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag en að venju var lesin jólasaga fyrir börnin.
Konur úr Lionsklúbbnum Rán sáu um lesturinn, jólasveinarnir létu sig ekki vanta en í dag mættu Gluggagægir og Giljagaur hittu börnin og sungu með þeim.
Lista og menningarnefnd Snæfellsbæjar stóð að þessu sinni fyrir vali á Jólahúsi Snæfellsbæjar 2014 og var það tilkynnt í dag og veitt viðurkenning. Húsið Laufás á Hellissandi var valið Jólahúsið enda með eindæmum fallega skreytt og hefur verið í mörg ár.
Hafa þau hjón Ársæll Ársælsson og Erla Laxdal Gísladóttir lagt mikinn metnað í skreytingar á húsinu og ljósin glatt marga bæði börn og fullorðna eru þau vel að þessari viðurkenningu komin.
Þau eru ekki á landinu um jólin og tók Sigríður Fjóla Jóhannsdóttir við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd.
Jólahús Snæfellsbæjar
Stefán Árni Pálsson skrifar
