Jóhann Páll forviða vegna velgengni Ófeigs Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2014 13:06 Gamli refurinn Jóhann Páll man ekki eftir öðru eins, en handagangur er í öskjunni hjá Odda sem nú prentar 5. prentun bókar Ófeigs Sigurðssonar. Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin. Jólafréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin.
Jólafréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira