„Ég held að Norður-Kórea hafi ráðist á kvikmyndadeild Sony til að kynna hverjar afleiðingarnar eru, geri einhver grín af leiðtoga landsins,“ segir Kim Heung-Kwang við AFP fréttaveituna. Hann er fyrrverandi prófessor við í tölvunarfræði við Pyonguang háskóla og formaður North-Korea Intellectuals Solidarity, sem eru samtök flóttamanna frá Norður-Kóreu.
„Norður-Kórea sendir alla hæfileikaríka unglinga í sérstakan skóla, þar sem þeir læra tölvunar- og dulritun. Eftir útskrift úr þessum skóla er þetta fólk, sem er þá rúmlega tvítugt, gert að foringjum í herdeild sem sérhæfir sig í tölvuárásum,“ segir Kim.
Um þrjú þúsund hermenn eru í deildinni samkvæmt Kim og er meginverkefni þeirra að ná mikilvægum gögnum úr vefþjónum ríkisstjórna sem Norður-Kórea álítur fjandsamlegar.
„Þar eru meðtalin Bandaríkin og Suður-Kórea,“ segir Kim.