Fótbolti

Alfreð: Enginn tími til að vera heima að pirra sig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði sín fyrstu mörk fyrir spænska liðið Real Sociedad í bikarleik gegn Real Oviedo á dögunum.

Liðið hefur ekki náð sama dampi og á síðustu leiktíð, en því hefur gengið betur undanfarnar vikur og Alfreð að vinna sér inn sæti hjá David Moyes.

„Gengið hjá liðinu hefur ekkiverið eins og áætlað var. Auðvitað vill maður skora í hverjum einsta leik. Markið lét bíða eftir sér, en það er nú komið,“ sagði Alfreð í viðtali viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Maður verður að sýna þolinmæði og bíða eftir sínum tækifærum. Með góðri vinnu og góðun haus mun þetta takast.“

„Hlutirnir breytast á hverjum degi þannig maður þarf alltaf að vera klár í slaginn. Það er enginn tími til að vera heima að pirra sig þegar maður spilar fótbolta.“

David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, tók við Sociedad fyrir nokkrum vikum þegar þjálfari liðsins var rekinn.

„Hann kemur með sínar aðferðir og með tíð og tíma munum við sjá breytingarnar hans á liðinu,“ sagði Alfreð Finnbogason.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×