Neuer og Williams besta íþróttafólk heims í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 18:30 Maunel Neuer og Serena Williams. Vísir/Getty Alþjóðlegu Samtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið þýska knattspyrnumanninn Manuel Neuer og bandarísku tenniskonuna Serena Williams besta íþróttafólk ársins 2014. Valnefndin var skipuð 91 íþróttafréttamanni allstaðar af úr heiminum og kusu þeir á milli þess íþróttafólks sem var tilnefnt að þessu sinni. Fulltrúi Íslands fékk að sjálfsögðu atkvæðarétt í kosningunni í ár.Manuel Neuer, markvörður Bayern München og heimsmeistara Þjóðverja, átti frábært ár og hann hafði betur gegn tennisleikaranum Roger Federer og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. Neuer og Ronaldo koma báðir til greina sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA. Neuer fékk 14,84 prósent atkvæða, Federer fékk 13,26 prósent og Ronaldo 12,79 prósent.Serena Williams vann sjö titla á árinu og þar á meðal var opna bandaríska meistaramótið. Hún vann yfirburðarsigur í kjörinu en í næstu sætum komu skíðaskotfimikonan Darya Domarcheva frá Hvíta-Rússlandi og norska skíðagöngukonan Marit Björgen sem unnu báðar gull á Vetrarólympíuleikunum í Sotjsí. Williams fékk 21,43 prósent atkvæða, Domarcheva fékk 12,28 prósent og Björgen 12,03 prósent.Þýsku heimsmeistararnir í fótbolta fengu yfirburðarkosningu sem lið ársins (39,36 prósent), Evrópumeistarar Real Madrid urðu í 2. sæti (12,55 prósent) og í þriðja sæti lenti síðan tennislandslið Svisslendinga sem vann Davis-bikarinn. Íþróttir Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Alþjóðlegu Samtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið þýska knattspyrnumanninn Manuel Neuer og bandarísku tenniskonuna Serena Williams besta íþróttafólk ársins 2014. Valnefndin var skipuð 91 íþróttafréttamanni allstaðar af úr heiminum og kusu þeir á milli þess íþróttafólks sem var tilnefnt að þessu sinni. Fulltrúi Íslands fékk að sjálfsögðu atkvæðarétt í kosningunni í ár.Manuel Neuer, markvörður Bayern München og heimsmeistara Þjóðverja, átti frábært ár og hann hafði betur gegn tennisleikaranum Roger Federer og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. Neuer og Ronaldo koma báðir til greina sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA. Neuer fékk 14,84 prósent atkvæða, Federer fékk 13,26 prósent og Ronaldo 12,79 prósent.Serena Williams vann sjö titla á árinu og þar á meðal var opna bandaríska meistaramótið. Hún vann yfirburðarsigur í kjörinu en í næstu sætum komu skíðaskotfimikonan Darya Domarcheva frá Hvíta-Rússlandi og norska skíðagöngukonan Marit Björgen sem unnu báðar gull á Vetrarólympíuleikunum í Sotjsí. Williams fékk 21,43 prósent atkvæða, Domarcheva fékk 12,28 prósent og Björgen 12,03 prósent.Þýsku heimsmeistararnir í fótbolta fengu yfirburðarkosningu sem lið ársins (39,36 prósent), Evrópumeistarar Real Madrid urðu í 2. sæti (12,55 prósent) og í þriðja sæti lenti síðan tennislandslið Svisslendinga sem vann Davis-bikarinn.
Íþróttir Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira