Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2014 15:00 Meðal gagna í lekanum var söguþráður nýrrar myndar um James Bond. Vísir/AFP Lögmenn kvikmyndadeildar Sony hafa sent fjölmiðlum bréf þar sem farið er fram á að hætt verði að fjalla um stuld á vandræðalegum gögnum úr tölvukerfum fyrirtækisins. Sony fer einnig fram á að þeir sem séu með upplýsingarnar eða hluta þeirra eyði þeim úr tölvum sínum. Verði fjölmiðlar ekki við því muni fyrirtækið höfða mál gegn þeim. Gögnunum var stolið í árás hóps hakkara sem kalla sig Guardians of Peace, en árásin felldi tölvukerfi fyrirtækisins svo starfsmenn þess þurftu að nota penna og blöð við vinnu sína. Á vef Guardian kemur fram að í gögnum hafi verið handrit að kvikmyndum, óbirtar kvikmyndir, persónulegar upplýsingar eins og sjúkraskýrslur leikara og starfsmanna Sony.Þar að auki voru þar launaseðlar, notendanöfn, lykilorð og aragrúi tölvupósta. Hakkararnir hafa hótað því að birta frekari gögn frá Sony um jólin, en þeir hafa einnig lofað að birta ekki persónulegar upplýsingar um starfsmenn Sony. Til þess þurfa starfsmennirnir að senda þeim nafn sitt og starfstitil. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni, en Norður-Kórea liggur sterklega undir grun. Yfirvöld þar hafa þó neitað því. Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur gefið út að árásin hefði brotið niður 90 prósent öryggisveggja, þar á meðal ríkisstofnanna. Þrátt fyrir að Norður-Kórea neiti fyrir að hafa staðið að baki árásinni, segja þeir hana hafa verið „réttláta“. Sony mun á næstunni birta kvikmyndina The Interview, sem fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu af dögum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa kallað myndina stríðsyfirlýsingu og stuðningsyfirlýsingu við hryðjuverk. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15 Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03 Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55 Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Lögmenn kvikmyndadeildar Sony hafa sent fjölmiðlum bréf þar sem farið er fram á að hætt verði að fjalla um stuld á vandræðalegum gögnum úr tölvukerfum fyrirtækisins. Sony fer einnig fram á að þeir sem séu með upplýsingarnar eða hluta þeirra eyði þeim úr tölvum sínum. Verði fjölmiðlar ekki við því muni fyrirtækið höfða mál gegn þeim. Gögnunum var stolið í árás hóps hakkara sem kalla sig Guardians of Peace, en árásin felldi tölvukerfi fyrirtækisins svo starfsmenn þess þurftu að nota penna og blöð við vinnu sína. Á vef Guardian kemur fram að í gögnum hafi verið handrit að kvikmyndum, óbirtar kvikmyndir, persónulegar upplýsingar eins og sjúkraskýrslur leikara og starfsmanna Sony.Þar að auki voru þar launaseðlar, notendanöfn, lykilorð og aragrúi tölvupósta. Hakkararnir hafa hótað því að birta frekari gögn frá Sony um jólin, en þeir hafa einnig lofað að birta ekki persónulegar upplýsingar um starfsmenn Sony. Til þess þurfa starfsmennirnir að senda þeim nafn sitt og starfstitil. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni, en Norður-Kórea liggur sterklega undir grun. Yfirvöld þar hafa þó neitað því. Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur gefið út að árásin hefði brotið niður 90 prósent öryggisveggja, þar á meðal ríkisstofnanna. Þrátt fyrir að Norður-Kórea neiti fyrir að hafa staðið að baki árásinni, segja þeir hana hafa verið „réttláta“. Sony mun á næstunni birta kvikmyndina The Interview, sem fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu af dögum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa kallað myndina stríðsyfirlýsingu og stuðningsyfirlýsingu við hryðjuverk.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15 Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03 Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55 Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11
Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15
Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03
Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55
Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01