Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2014 15:00 Meðal gagna í lekanum var söguþráður nýrrar myndar um James Bond. Vísir/AFP Lögmenn kvikmyndadeildar Sony hafa sent fjölmiðlum bréf þar sem farið er fram á að hætt verði að fjalla um stuld á vandræðalegum gögnum úr tölvukerfum fyrirtækisins. Sony fer einnig fram á að þeir sem séu með upplýsingarnar eða hluta þeirra eyði þeim úr tölvum sínum. Verði fjölmiðlar ekki við því muni fyrirtækið höfða mál gegn þeim. Gögnunum var stolið í árás hóps hakkara sem kalla sig Guardians of Peace, en árásin felldi tölvukerfi fyrirtækisins svo starfsmenn þess þurftu að nota penna og blöð við vinnu sína. Á vef Guardian kemur fram að í gögnum hafi verið handrit að kvikmyndum, óbirtar kvikmyndir, persónulegar upplýsingar eins og sjúkraskýrslur leikara og starfsmanna Sony.Þar að auki voru þar launaseðlar, notendanöfn, lykilorð og aragrúi tölvupósta. Hakkararnir hafa hótað því að birta frekari gögn frá Sony um jólin, en þeir hafa einnig lofað að birta ekki persónulegar upplýsingar um starfsmenn Sony. Til þess þurfa starfsmennirnir að senda þeim nafn sitt og starfstitil. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni, en Norður-Kórea liggur sterklega undir grun. Yfirvöld þar hafa þó neitað því. Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur gefið út að árásin hefði brotið niður 90 prósent öryggisveggja, þar á meðal ríkisstofnanna. Þrátt fyrir að Norður-Kórea neiti fyrir að hafa staðið að baki árásinni, segja þeir hana hafa verið „réttláta“. Sony mun á næstunni birta kvikmyndina The Interview, sem fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu af dögum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa kallað myndina stríðsyfirlýsingu og stuðningsyfirlýsingu við hryðjuverk. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15 Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03 Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55 Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Lögmenn kvikmyndadeildar Sony hafa sent fjölmiðlum bréf þar sem farið er fram á að hætt verði að fjalla um stuld á vandræðalegum gögnum úr tölvukerfum fyrirtækisins. Sony fer einnig fram á að þeir sem séu með upplýsingarnar eða hluta þeirra eyði þeim úr tölvum sínum. Verði fjölmiðlar ekki við því muni fyrirtækið höfða mál gegn þeim. Gögnunum var stolið í árás hóps hakkara sem kalla sig Guardians of Peace, en árásin felldi tölvukerfi fyrirtækisins svo starfsmenn þess þurftu að nota penna og blöð við vinnu sína. Á vef Guardian kemur fram að í gögnum hafi verið handrit að kvikmyndum, óbirtar kvikmyndir, persónulegar upplýsingar eins og sjúkraskýrslur leikara og starfsmanna Sony.Þar að auki voru þar launaseðlar, notendanöfn, lykilorð og aragrúi tölvupósta. Hakkararnir hafa hótað því að birta frekari gögn frá Sony um jólin, en þeir hafa einnig lofað að birta ekki persónulegar upplýsingar um starfsmenn Sony. Til þess þurfa starfsmennirnir að senda þeim nafn sitt og starfstitil. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni, en Norður-Kórea liggur sterklega undir grun. Yfirvöld þar hafa þó neitað því. Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur gefið út að árásin hefði brotið niður 90 prósent öryggisveggja, þar á meðal ríkisstofnanna. Þrátt fyrir að Norður-Kórea neiti fyrir að hafa staðið að baki árásinni, segja þeir hana hafa verið „réttláta“. Sony mun á næstunni birta kvikmyndina The Interview, sem fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu af dögum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa kallað myndina stríðsyfirlýsingu og stuðningsyfirlýsingu við hryðjuverk.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15 Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03 Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55 Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11
Frábær póstur frá Channing Tatum hluti af Sony lekanum Tölvupóstur leikarans er talinn vera nákvæmlega eins og fólk bjóst við af Channing Tatum. 15. desember 2014 12:15
Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Hópur netverja sagðist í síðustu viku hafa stolið þúsundum póstfanga og lykilorða. 24. nóvember 2014 21:03
Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. 4. desember 2014 22:55
Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Norður Kórea neitar ekki að hafa staðið að baki netárás á kerfi Sony. 3. desember 2014 14:01