Rory: Golf þarf að spilast hraðar svo ungt fólk nenni að taka þátt Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 10:30 Rory McIlroy er mikil fyrirmynd ungu kynslóðarinnar. vísir/getty Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy. Golf Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy.
Golf Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira