Maserati á flugi Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:05 Maserati Alfieri Coupe á bílasýningunni í Genf. Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent