Sigursælasti leikmaður í sögu KR er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Gunnar Guðmannsson með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ. Vísir/Vilhelm KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira