Sigursælasti leikmaður í sögu KR er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Gunnar Guðmannsson með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ. Vísir/Vilhelm KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann