Körfubolti

Sigurður og félagar unnu óvæntan stórsigur

Sigurður í leik með Grindavík.
Sigurður í leik með Grindavík. vísir/daníel
Íslendingaliðin í sænska körfuboltanum gerðu það afar gott í kvöld.

Lið Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar, Solna Vikings, kom gríðarlega á óvart með því að pakka liði Norrköping Dolphins saman á heimavelli Höfrunganna. Norrköping var jafnt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn en Solna í sjöunda sæti.

Sigurður Gunnar skoraði 4 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í 59-82 sigri Solna. Liðið með yfirburði frá upphafi.

Sundsvall Dragons vann svo baráttusigur, 82-74, á Uppsala Basket og komst þar með upp að hlið Uppsala og Södertalje í þriðja sætinu.

Jakob Örn Sigurðarson var frábær í liði Sundsvall. Skoraði 21 stig og tók 3 fráköst. Hlynur Bæringsson skoraði 6 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Ægir Þór Steinarsson skoraði 2 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Ragnar Nathanaelsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×