Sport

Jón Margeir: Toppa á HM á næsta ári

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Margeir Sverrisson, sundkappi úr Fjölni, var í dag kjörinn íþróttamaður fatlaðra í karlaflokki í fjórða sinn á síðustu fimm árum.

Hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi á EM í Eindhoven í sumar auk þess að setja fjöldan allan af Íslands, heims- og Evrópumetum. En hvað er næst á dagskrá?

„Það er heimsmeistaramót í Glasgow á næsta ári og að sjálfsögðu toppa ég þar. Síðan er Ríó 2016 og ég stefni að því að ná gulli á HM og ÓL,“ segir Jón Margeir.

Aðspurður hvort hann geti haldið áfram að bæta sig er hann fljótur til svars: „Að sjálfsögðu. Maður þarf bara að æfa sig. Maður nær ekki svona flottum árangri án góðs styrktaraðila eins og sá sem er á bakvið mig. Ég vil bara þakka þeim öllum fyrir þennan flotta árangur.“

Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×